Mikilmennskubrjálæði og blekkingar í Sparisjóðunum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2014 16:30 Vilhjálmur Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd. vísir/gva Vilhjálmur Bjarnason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd segir að starfsemi sparisjóðanna hafi einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum. Ef fé sparisjóðanna hafi áður verið án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina í morgun. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greinilegt að mikil vinna liggi að baki skýrslunni og hún skýri margt af því sem gerðist í rekstri sparisjóðanna. „Þarna verður til ákveðið mikilmennskubrjálæði þar sem litlir sparisjóðir ætla að verða stórir. Þeir telja að eigið markaðssvæði dugi ekki og jafnvel svo að þeir líta á sig sem seðlabanka á viðkomandi markaðssvæði sem hefur þá skyldu að halda uppi fullri atvinnu,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaupþing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi, eins og raunar hafi gerst á síðustu metrunum þegar búið var að yfirtaka Sparisjóð Mýrarsýslu og búið að ganga frá samruna SPRON og Kaupþings. Existu, Kistu, Kaupþings og SPRON dæmið sé kannski stærsti hlutinn af öllu spilinu. „Það verður til alveg ný menning í ábyrgðum og veðum. Þessi mennig eiginlega grundvallast á því að öll hlutabréf hvers eðlis sem þau eru, verða allt í einu að veði jafnvel þó að þau séu nánast óhæf til veðs vegna þess að þau eru nákvæmlega það sem lánað var út á. Þannig að það eru engin öryggismörk umfram það, þannig að taphættan er algerlega stofnunarinnar,“ segir Vilhjálmur. Síðan reyni menn að kaupa sig inn í fjármálastofnanir með lánum frá sömu fjármálafyrirtækjum sem veiki viðkomandi fjármálafyrirtæki en styrki það ekki.Á meðan sparisjóðirnir voru enn í sínu gamla horfi var talað um að í þeim væri fé án hirðirs. Hvað má þá segja um þann hirði sem tók við fé þeirra?„Ef sú kenning var rétt þá var náttúrlega sá hirðir sem tók við slátrari,“ svarar Vilhjálmur. Ákveðnir eftirlitsþættir hafi líka brugðist til að mynda varðandi eigið fé sparisjóðanna og mat á undirliggjandi áhættu í rekstri þeirra. Arður hafi verið greiddur út á grundvelli verðhækkana á hlutabréfum sem orðið hafi til með samráði. Hlutafjárvæðing sparisjóðanna skipti ekki meginmáli í dæminu. Atburðarásin hafi byrjað fyrr. „Það er miklu fremur tilraun til að dylja og blekkja og leiða fólk inn í gildrur,“ segir Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd segir að starfsemi sparisjóðanna hafi einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum. Ef fé sparisjóðanna hafi áður verið án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina í morgun. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greinilegt að mikil vinna liggi að baki skýrslunni og hún skýri margt af því sem gerðist í rekstri sparisjóðanna. „Þarna verður til ákveðið mikilmennskubrjálæði þar sem litlir sparisjóðir ætla að verða stórir. Þeir telja að eigið markaðssvæði dugi ekki og jafnvel svo að þeir líta á sig sem seðlabanka á viðkomandi markaðssvæði sem hefur þá skyldu að halda uppi fullri atvinnu,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaupþing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi, eins og raunar hafi gerst á síðustu metrunum þegar búið var að yfirtaka Sparisjóð Mýrarsýslu og búið að ganga frá samruna SPRON og Kaupþings. Existu, Kistu, Kaupþings og SPRON dæmið sé kannski stærsti hlutinn af öllu spilinu. „Það verður til alveg ný menning í ábyrgðum og veðum. Þessi mennig eiginlega grundvallast á því að öll hlutabréf hvers eðlis sem þau eru, verða allt í einu að veði jafnvel þó að þau séu nánast óhæf til veðs vegna þess að þau eru nákvæmlega það sem lánað var út á. Þannig að það eru engin öryggismörk umfram það, þannig að taphættan er algerlega stofnunarinnar,“ segir Vilhjálmur. Síðan reyni menn að kaupa sig inn í fjármálastofnanir með lánum frá sömu fjármálafyrirtækjum sem veiki viðkomandi fjármálafyrirtæki en styrki það ekki.Á meðan sparisjóðirnir voru enn í sínu gamla horfi var talað um að í þeim væri fé án hirðirs. Hvað má þá segja um þann hirði sem tók við fé þeirra?„Ef sú kenning var rétt þá var náttúrlega sá hirðir sem tók við slátrari,“ svarar Vilhjálmur. Ákveðnir eftirlitsþættir hafi líka brugðist til að mynda varðandi eigið fé sparisjóðanna og mat á undirliggjandi áhættu í rekstri þeirra. Arður hafi verið greiddur út á grundvelli verðhækkana á hlutabréfum sem orðið hafi til með samráði. Hlutafjárvæðing sparisjóðanna skipti ekki meginmáli í dæminu. Atburðarásin hafi byrjað fyrr. „Það er miklu fremur tilraun til að dylja og blekkja og leiða fólk inn í gildrur,“ segir Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira