Innlent

„Auðvitað hvetur Seðlabankinn alla til þess að fara vel með peninga“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis.
Reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis. visir/aðsend/valli
„Auðvitað hvetur Seðlabankinn alla til þess að fara vel með peninga, bæði seðla og mynt, og umgangast þá af virðingu þeirri sem almennt á að viðhafa gagnvart verðmætum,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans.

Fyrr í dag reif þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis. Gjörningur Jóns Þórs vakti mikla athygli. Margir veltu fyrir sér hvort Jón hefði brotið lög með því að rífa peningaseðla.

„Í lögum er ekkert sem sérstaklega bannar mönnum að eyðileggja peninga, þ.e. seðla og mynt, sem Seðlabankinn gefur út,“ segir Stefán og bætir við:

„Það er ekkert í lögum sem lýsir slíkt refsivert, samanber aftur á móti það að falsa seðla og mynt er ólögmætt og refsivert lögum samkvæmt.“

Þó að gjörðir Jóns Þórs séu ekki lögbrot, þá bendir Stefán á að af þessu hljótist ákveðinn kostnaður.

„Samfélagið ber ákveðinn kostnað við útgáfu seðla og myntar – það að prenta peninga og slá mynt kostar alltaf peninga.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×