"Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. apríl 2014 12:19 Snjóflóðið féll í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Samkvæmt fréttamiðlum féllu í það minnsta 12, en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stödd er í grunnbúðunum, segir minnst 13 látna. Hinir föllnu voru þrautreyndir fjallaleiðsögumenn, eða sjerpar, sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Nokkurra til viðbótar saknað. Vilborg er ekki eini Íslendingurinn á fjallinu því Ingólfur Ragnar Axelsson er einnig í grunnbúðunum, en þau eru þar í hæðaraðlögun vegna fyrirhugaðra ferða þeirra á tindinn. Grunnbúðirnar eru í rúmlega 5300 metra hæð og féll flóðið því aðeins um fimm hundruð metrum frá þeim, í ísfalli sem er sagt hættulegasti staðurinn á fjallinu. Ekkert símasamband er nú í grunnbúðunum en við ræddum við Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. Hún segir fólkið í grunnbúðunum hafa vaknað upp við gríðarleg lætin í flóðinu og þar sem slysið varð svo nærri þeim fylgdist hún með björgunaraðgerðum. Vilborg segir hina látnu hafa verið flutta á brott í þyrlum en þeir sem slösuðust voru færðir í sjúkratjöld í grunnbúðunum. Hún lagð sitt af mörkum með því að starfa í sjúkratjaldi fyrir minna slasaða fjallagarpa, þar sem hún hlúði að sárum þeirra og aðstoðaði eftir bestu getu. Hún veit þó ekki hversu margir slösuðust. Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sjerpar úr þeirra hópi féllu. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag," segir hún. "Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla að leyfa þessum degi að líða áður en ég tek einhverjar ákvarðanir. Þetta er erfiður dagur og við sem hér erum þurfum að styrkja hvert annað og spjalla saman," sagði Vilborg í morgun.Þrír Íslendingar hafa látist á fjallinu Everest, sem liggur á landamærum Nepal og Kína, er hæsta fjall heims og er hæsti tindurinn 8.850 metrar. Frá því að Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á Everest fyrstir manna árið 1953, hafa yfir 3000 manns náð þeim áfanga, en yfir 300 hafa látið lífið á leiðinni. Fjallið grandaði átta manns á síðasta ári. Háannatími er nú á Everest þar sem apríl og maí þykja bestu mánuðirnir til að reyna við tindinn. Töluverður fjöldi er því í grunnbúðunum og hafa nepölsk stjórnvöld sagt að þau óttist að of fjölmennt sé oft á fjallinu. Vilborg Arna sagði frá því á Facebooksíðu sinni í gær að hún hefði farið í göngu upp í fyrstu búðir í 5800 metra hæð, þar sem flóðið féll, en það var hluti af hæðaraðlögun hennar. Þær búðir eru á Pumo Ri fjalli sem Vilborg segir ákaflega formfagurt en jafnframt það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. Þetta fagra en ógnvekjandi fjall hefur grandað þremur íslenskum fjallagörpum. Árið 1988 lögðu Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson á fjallið, en þeir voru báðir 27 ára gamlir. Þeir náðu aldrei tindinum og síðast sást til þeirra í rúmlega 6600 metra hæð. Þremur árum síðar ákvað þrítugur íslenskur félagi þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að klífa fjallið til að heiðra minningu þeirra. Hann náði tindinum en féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið. Aldrei hafa eins margir fallið í einu og í slysinu í nótt, en mannskæðasta slysið hingað til varð fyrir átján árum, árið 1996, þegar átta göngumenn létust í aftakaveðri. Síðar var skrifuð bók um þann atburð, sem ber nafnið Into Thin Air. Innlegg by Vilborg Arna Gissurardóttir. Skelfilegur dagur á Everest í dag, Ég er heill á húfi. Terrible day at Everest today. I'm OK.— INGO (@DxBingo) April 18, 2014 Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Snjóflóðið féll í um 5800 metra hæð um klukkan korter í sjö að staðartíma, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Samkvæmt fréttamiðlum féllu í það minnsta 12, en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stödd er í grunnbúðunum, segir minnst 13 látna. Hinir föllnu voru þrautreyndir fjallaleiðsögumenn, eða sjerpar, sem lagt höfðu í hlíðar fjallsins snemma dags til að undirbúa leiðina fyrir göngumenn dagsins. Nokkurra til viðbótar saknað. Vilborg er ekki eini Íslendingurinn á fjallinu því Ingólfur Ragnar Axelsson er einnig í grunnbúðunum, en þau eru þar í hæðaraðlögun vegna fyrirhugaðra ferða þeirra á tindinn. Grunnbúðirnar eru í rúmlega 5300 metra hæð og féll flóðið því aðeins um fimm hundruð metrum frá þeim, í ísfalli sem er sagt hættulegasti staðurinn á fjallinu. Ekkert símasamband er nú í grunnbúðunum en við ræddum við Vilborgu í gegnum tölvu í morgun. Hún segir fólkið í grunnbúðunum hafa vaknað upp við gríðarleg lætin í flóðinu og þar sem slysið varð svo nærri þeim fylgdist hún með björgunaraðgerðum. Vilborg segir hina látnu hafa verið flutta á brott í þyrlum en þeir sem slösuðust voru færðir í sjúkratjöld í grunnbúðunum. Hún lagð sitt af mörkum með því að starfa í sjúkratjaldi fyrir minna slasaða fjallagarpa, þar sem hún hlúði að sárum þeirra og aðstoðaði eftir bestu getu. Hún veit þó ekki hversu margir slösuðust. Vilborg og Ingólfur misstu ekki leiðsögumenn sína í slysinu en sjerpar úr þeirra hópi féllu. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag," segir hún. "Sjerparnir hafa misst fjölskyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína." Vilborg hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla að leyfa þessum degi að líða áður en ég tek einhverjar ákvarðanir. Þetta er erfiður dagur og við sem hér erum þurfum að styrkja hvert annað og spjalla saman," sagði Vilborg í morgun.Þrír Íslendingar hafa látist á fjallinu Everest, sem liggur á landamærum Nepal og Kína, er hæsta fjall heims og er hæsti tindurinn 8.850 metrar. Frá því að Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á Everest fyrstir manna árið 1953, hafa yfir 3000 manns náð þeim áfanga, en yfir 300 hafa látið lífið á leiðinni. Fjallið grandaði átta manns á síðasta ári. Háannatími er nú á Everest þar sem apríl og maí þykja bestu mánuðirnir til að reyna við tindinn. Töluverður fjöldi er því í grunnbúðunum og hafa nepölsk stjórnvöld sagt að þau óttist að of fjölmennt sé oft á fjallinu. Vilborg Arna sagði frá því á Facebooksíðu sinni í gær að hún hefði farið í göngu upp í fyrstu búðir í 5800 metra hæð, þar sem flóðið féll, en það var hluti af hæðaraðlögun hennar. Þær búðir eru á Pumo Ri fjalli sem Vilborg segir ákaflega formfagurt en jafnframt það hættulegasta í öllum Himalayafjallgarðinum. Þetta fagra en ógnvekjandi fjall hefur grandað þremur íslenskum fjallagörpum. Árið 1988 lögðu Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson á fjallið, en þeir voru báðir 27 ára gamlir. Þeir náðu aldrei tindinum og síðast sást til þeirra í rúmlega 6600 metra hæð. Þremur árum síðar ákvað þrítugur íslenskur félagi þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að klífa fjallið til að heiðra minningu þeirra. Hann náði tindinum en féll í sprungu á leiðinni niður og lét lífið. Aldrei hafa eins margir fallið í einu og í slysinu í nótt, en mannskæðasta slysið hingað til varð fyrir átján árum, árið 1996, þegar átta göngumenn létust í aftakaveðri. Síðar var skrifuð bók um þann atburð, sem ber nafnið Into Thin Air. Innlegg by Vilborg Arna Gissurardóttir. Skelfilegur dagur á Everest í dag, Ég er heill á húfi. Terrible day at Everest today. I'm OK.— INGO (@DxBingo) April 18, 2014
Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43 Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53 Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15 Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mannskæðasta slys í sögu Everest Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið lífið á fjallinu. 18. apríl 2014 10:43
Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest Vilborg Arna vaknaði við hávaðann í snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Hún hlúir nú að hinum slösuðu í sjúkratjöldum í grunnbúðum Everest. 18. apríl 2014 09:53
Ingólfur er heill á húfi "Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest 18. apríl 2014 09:15
Þrettán látnir í snjóflóði á Everest Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest. 18. apríl 2014 09:11
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent