Segir ummæli Gísla Marteins bera vott um hroka og fáfræði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:51 Sigurjón er í öðru sæti lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. vísir/vilhelm „Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira