Hroki og hleypidómar Gísla Sigurjón Jónsson skrifar 1. apríl 2014 19:00 Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar