Hroki og hleypidómar Gísla Sigurjón Jónsson skrifar 1. apríl 2014 19:00 Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar