Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 16:10 Sigmundur Davíð hefur nú svarað Bandaríkjaforseta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir ummæli Barrack Obama Bandaríkjaforseta um að endurskoða samskipti við Íslendinga vegna hvalveiða. Vísir sagði frá því í morgun að Obama hefði í gær sent bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. „Það er ekkert nýtt í yfirlýsingum Bandaríkjaforseta nú – bara endurtekningar á því sem hann sagði 2011. Það varð engin veruleg breyting á samskiptum landanna á milli 2011 og 2013,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. Hann sagði erfitt að meta hversu mikils hvalveiðar væru. Hann sagði erfitt að segja til um nákvæmt verðmæti þess að verja prinsipp. „Það er mikils virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð heims segja okkur að við megum ekki veiða hval.“Hverju skila hvalveiðar? Tvær þingkonur lögðu inn fyrirspurnir vegna hvalveiða við upphaf þingfundar í dag. Þær Björt Ólafsdóttir úr Bjartri Framtíð og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir úr Samfylkingu. Björt spurði: „Ef veiðar á langreyð skipta þjóðina svona miklu máli, hverju skilar það í þjóðarbúið?“ Hún spurði einnig um hverju fyrirtækið Hvalur skilaði í ríkiskassann, í formi veiðigjalda. Forsætisráðherra svaraði um hæl að vel mætti ræða veiðigjald á hvalveiðar. Hagsmunir Íslendinga snerust hins vegar ekki um þær tölur heldur sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Ef við teljum það þjóna hagsmunum okkar að við fáum sjálf að ráða nýtingu okkar auðlinda, sem allir hljóta að vera sammála um, þá hljóta menn að vera tilbúnir að verja sín prinsipp.“Bandaríkjamenn halda að IKEA sé íslenskt Sigríður Ingibjörg spurði forsætisráðherra hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu vegna hvalveiða. Sigmundur Davíð svaraði með því að vitna í upplýsingar sem Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri með um Bandaríkjamenn. „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“ Tengdar fréttir Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir ummæli Barrack Obama Bandaríkjaforseta um að endurskoða samskipti við Íslendinga vegna hvalveiða. Vísir sagði frá því í morgun að Obama hefði í gær sent bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. „Það er ekkert nýtt í yfirlýsingum Bandaríkjaforseta nú – bara endurtekningar á því sem hann sagði 2011. Það varð engin veruleg breyting á samskiptum landanna á milli 2011 og 2013,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. Hann sagði erfitt að meta hversu mikils hvalveiðar væru. Hann sagði erfitt að segja til um nákvæmt verðmæti þess að verja prinsipp. „Það er mikils virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð heims segja okkur að við megum ekki veiða hval.“Hverju skila hvalveiðar? Tvær þingkonur lögðu inn fyrirspurnir vegna hvalveiða við upphaf þingfundar í dag. Þær Björt Ólafsdóttir úr Bjartri Framtíð og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir úr Samfylkingu. Björt spurði: „Ef veiðar á langreyð skipta þjóðina svona miklu máli, hverju skilar það í þjóðarbúið?“ Hún spurði einnig um hverju fyrirtækið Hvalur skilaði í ríkiskassann, í formi veiðigjalda. Forsætisráðherra svaraði um hæl að vel mætti ræða veiðigjald á hvalveiðar. Hagsmunir Íslendinga snerust hins vegar ekki um þær tölur heldur sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Ef við teljum það þjóna hagsmunum okkar að við fáum sjálf að ráða nýtingu okkar auðlinda, sem allir hljóta að vera sammála um, þá hljóta menn að vera tilbúnir að verja sín prinsipp.“Bandaríkjamenn halda að IKEA sé íslenskt Sigríður Ingibjörg spurði forsætisráðherra hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu vegna hvalveiða. Sigmundur Davíð svaraði með því að vitna í upplýsingar sem Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri með um Bandaríkjamenn. „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“
Tengdar fréttir Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02
Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09
Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03