Innlent

Vöfflur hjá ríkissáttasemjara

Ingvar Haraldsson skrifar
Samninganefnd Lyfjafræðingafélags Íslands gæddi sér á vöfflum til að fagna undirskrift kjarasamninga.
Samninganefnd Lyfjafræðingafélags Íslands gæddi sér á vöfflum til að fagna undirskrift kjarasamninga.
Lyfjafræðingafélag Íslands og ríkið voru að ljúka kjarasamningum nú síðdegis í húsakynnum ríkissáttasemjara ríkissáttasemjara. Kjarasamningarnir eru til eins árs.

Þórir Benediktsson formaður samninganefndar Lyfjafræðingafélagsins sagði launhækkunina vera 2,8%. Það er í takt við launahækkanir á almennum vinnumarkaði.  Varðandi framhaldið sagði Þórir að við tæki undirbúningsvinna þegar þessi nýundirritaði kjarasamningur rynni út eftir ár.

Þórir sagði að í dag yrði fagnað og verið væri að baka vöfflur.

En hvernig vöfflu á að fá sér?

„Ætli það verði ekki þessi klassíska með sultu og rjóma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×