„Við eigum þetta allt“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2014 19:49 Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira