Sakar hvalaverndunarsinna um lygar Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. mars 2014 20:43 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða.
Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58
High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13
Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00