Sakar hvalaverndunarsinna um lygar Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. mars 2014 20:43 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða.
Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58
High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13
Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00