Viðskipti innlent

High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. Þetta kemur fram á vefsíðu HB Granda.

Norðurameríska matvælafyrirtækið High Liner Foods mun ekki eiga frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, þar á meðal HB Granda, fyrr en þau slíta öll tengsl sín við hvalveiðar eins og fram hefur komið á mbl.is.

Í samtali við mbl.is staðfesti Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda, að High Liner Foods hafi sent félaginu fyrirspurn og beðið það um að skýra út tengsl sín við hvalveiðar.

„Við munum auðvitað gera það. En það er ekki eins og hætt hafi verið við einhver viðskipti eða samningum rift. Viðskiptin hafa verið í gangi og við búumst við áframhaldi á því í haust,“ sagði Brynjólfur.

Brynjólfur segir að HB Grandi veiði ekki hval. Þá vinni það hvorki hvali né selji afurðir dýranna. Fyrirtækið tengist því hvalveiðum ekki á neinn hátt nema í gegnum eignarhald. En stærsti hluthafi HB Granda er félagið Vogun sem er í eigu fiskveiðihlutafélagsins Venusar. Vesus er í meðal annars í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals. Kristján Loftsson er enn fremur stjórnarformaður HB Granda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×