Kjötið beint til Japan Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Í Hafnarfjarðarhöfn. Flutningaskipið Alma frá Nesskipum er á leið til Osaka í Japan með um tvö þúsund tonn af frosinn langreyð frá Hval hf. Fréttablaðið/Daníel Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“ Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira