Kjötið beint til Japan Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Í Hafnarfjarðarhöfn. Flutningaskipið Alma frá Nesskipum er á leið til Osaka í Japan með um tvö þúsund tonn af frosinn langreyð frá Hval hf. Fréttablaðið/Daníel Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“ Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Áfangastaður flutningaskipsins Ölmu, sem verið er að lesta með frosnum hvalafurðum í Hafnarfjarðarhöfn er Osaka í Japan. Af því má ráða að Hvalur hf. telji fullreyndar flutningaleiðir þar sem hvalkjötinu er umskipað í Evrópu eða Kanada. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti á því athygli í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í vikunni, að fyrir dyrum stæði ákvörðun Bandaríkjaforseta um refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna þess að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. Árni Þórður sagði stöðuna alvarlegri en áður þar sem sjávarútvegsráðherra hafi í desember gefið út nýjan fimm ára veiðikvóta á allt að 770 langreyðum. „Til viðbótar hafa borist fréttir þess efnis fullfermt flutningaskip af langreyðarkjöti frá Hval hf., með um tvö þúsund tonn, sé við það að leggja úr höfn í Hafnarfirði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sagði stjórnvöld hafa einbeitt sér að því að koma réttum upplýsingum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „En þetta er áhyggjuefni, ég tek undir það með þingmanninum.“ Gunnar Bragi taldi hins vegar illgerlegt að grípa inn í útflutning Hvals enda sé nýtingarleyfi fyrir hendi. „Ég get ekki séð að við getum gripið inn í það með nokkrum hætti.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, bendir á að Evrópa hafi í fyrrasumar lokast Hval sem flutningaleið eftir að farmi var snúið til baka frá Hamborg og Rotterdam. Þá séu flutningar með umskipun í Kanada í hnút. „Nú virðist brugðið á það ráð að uppskipa þessu í einingum, ekki í gámum með það fyrir augum að fara alla leið.“ Jafnmikið magn af hvalkjöti segir Sigursteinn hins vegar viðbúið að valdi uppnámi á mörkuðum í Japan þar sem eftirspurn sé lítil eftir því. „Alla vega ef á að selja þetta á skömmum tíma.“
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira