Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. mars 2014 10:16 Frá vinstri: Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir. Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. Segja þeir ýmist að tillögurnar séu óviðunandi, óréttlátar, hagstjórnin sé vond eða að um ranga félagslega forgangsröðun sé að ræða. „Við fyrstu sýn virðist sem þetta sé langt frá því að standast prófið um réttlæti. Forsendubresturinn er ekki bættur hjá því fólki sem varð fyrir honum og fólk sem jafnvel hagnaðist á þróun síðustu ára mun fá fé úr ríkissjóði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um þær tillögur sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynntu á blaðamannafundi í Iðnó í gær. „Það sem ég hef áhyggjur af í þessu er að félagslega sé þetta ekki rétt forgangsröðun. Það kemur fram að þeir sem eru tekjuhæstir eru að fá 15 prósent af þessari niðurfellingu. Við höfum því áhyggjur af því að þessi aðgerð dugi ekki til fyrir þá sem eru í raunverulegum greiðsluvanda,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Viðbörgð Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, eru á svipaða leið. „Þetta er undir merkjum réttlætis en við eigum mjög erfitt með að sjá réttlætið í því að fólk sem á verðmætar eignir sem hafa hækkað í verði og hefur góðar tekjur fái talsvert fé beint úr ríkissjóði,“ segir Guðmundur. „Ég held að kjósendur Framsóknarflokksins verði að gera það upp við sig hvort þetta sé stóri lottóvinningurinn eða ekki. Þetta er öðruvísi en það sem var lofað,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. Segja þeir ýmist að tillögurnar séu óviðunandi, óréttlátar, hagstjórnin sé vond eða að um ranga félagslega forgangsröðun sé að ræða. „Við fyrstu sýn virðist sem þetta sé langt frá því að standast prófið um réttlæti. Forsendubresturinn er ekki bættur hjá því fólki sem varð fyrir honum og fólk sem jafnvel hagnaðist á þróun síðustu ára mun fá fé úr ríkissjóði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um þær tillögur sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynntu á blaðamannafundi í Iðnó í gær. „Það sem ég hef áhyggjur af í þessu er að félagslega sé þetta ekki rétt forgangsröðun. Það kemur fram að þeir sem eru tekjuhæstir eru að fá 15 prósent af þessari niðurfellingu. Við höfum því áhyggjur af því að þessi aðgerð dugi ekki til fyrir þá sem eru í raunverulegum greiðsluvanda,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Viðbörgð Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, eru á svipaða leið. „Þetta er undir merkjum réttlætis en við eigum mjög erfitt með að sjá réttlætið í því að fólk sem á verðmætar eignir sem hafa hækkað í verði og hefur góðar tekjur fái talsvert fé beint úr ríkissjóði,“ segir Guðmundur. „Ég held að kjósendur Framsóknarflokksins verði að gera það upp við sig hvort þetta sé stóri lottóvinningurinn eða ekki. Þetta er öðruvísi en það sem var lofað,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata.
Tengdar fréttir Hámark hálf milljón á ári Miðað er við hverja fjölskyldu og fasteign. 26. mars 2014 14:40 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00 Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41
Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11
Húsnæðisskuldir geta lækkað um allt að 20 % Leiðtogar stjórnarflokkanna segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta náð til allt að 100 þúsund heimila. Skuldarar geta byrjað að sækja um leiðréttinguna hinn 15. maí. 26. mars 2014 20:00
Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. 26. mars 2014 20:30