Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 10:14 Gylfi Magnússon. Vísir/Valli Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“ Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“
Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00