Verðtryggð lán hækka ekki í verðbólguskoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2014 10:14 Gylfi Magnússon. Vísir/Valli Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“ Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ekki rétt að verðtryggð lán hækki í verðbólguskoti. Vísaði hann þar í ummæli framkvæmdastjóra Allianz í Fréttablaðinu í morgun sem Gylfi segir tóma þvælu.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz, var til svars um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis. Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ætti fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum væri sú hætta á að fólkið lenti í fátækragildu. Gylfi er ekki sammála Eyjólfi. „Hvað svo sem mönnum finnst um að nota séreignasparnaðinn til að greiða niður lán þá er þetta þvæla,“ segir Gylfi í Fésbókarfærslu í morgunsárið. Hann bætir við að sú leið sem ríkisstjórnin hafi kynnt verði til þess að lán muni lækka. Inngreiðslan geti ekki horfið í næsta verðbólguskoti því lánið verði alltaf lægra en það hefði verið án inngreiðslunnar. „Það er svo enn annað mál að verðtryggð lán hækka ekkert í verðbólguskoti - það er hluti af grundvallarmisskilningnum við hina meintu leiðréttingu - krónunum fjölgar í takti við það að hver króna verður verðminni í verðbólgu en lánið stendur í stað að raunvirði.“
Tengdar fréttir Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Framkvæmdastjóri Allianz segist ráðleggja fólki að hugsa málið til enda áður en það notar séreignasparnað í húsnæði. Seðlabankastjóri segir að verðbólga geti aukist þegar áhrifa skuldalækkunaraðgerða fer að gæta. 28. mars 2014 06:00