Lífið

Loksins komst hún í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sanna Nielsen var að keppa í Melodifestivalen í sjöunda sinn.
Sanna Nielsen var að keppa í Melodifestivalen í sjöunda sinn.
Söngkonan Sanna Nielsen mun keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí þar sem hún mun syngja lagið Undo.

Sanna flytur lagið í fyrri undankeppninni 6. maí og aftur 10. maí í aðalkeppninni ef hún kemst áfram.

Þetta er í sjöunda sinn sem Sanna tekur þátt í undankeppninni í Svíþjóð, sem kölluð er Melodifestivalen, en hún tók fyrst þátt árið 2001. 

Sanna hefur verið lengi í bransanum og byrjaði að taka þátt í hæfileikakeppnum í heimalandi sínu árið 1992. Hún hefur gefið út sjö stúdíóplötur, þá síðustu í fyrra.





Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Sönnu eftir sigurinn í Melodifestivalen.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×