Innlent

Kannabis skilar Colorado tekjum í ríkiskassann

Viðskiptavinur virðir fyrir sér mismunandi tegundir maríjúana.
Viðskiptavinur virðir fyrir sér mismunandi tegundir maríjúana. mynd/AFP
Ný lög sem tóku gildi í Colorado þann fyrsta janúar síðastliðinn, og leyfa sölu á kannabisefnum í ríkinu, skiluðu tveimur milljónum dollara, um tvöhundruð og tuttugu milljónum króna, í ríkiskassan í janúarmánuði einum saman.

Alls skiluðu 59 kannabissöluverslanir inn skattskýrslum fyrir mánuðinn og samkvæmt þeim seldist maríjúana fyrir fjórtán milljónir dollara þennan fyrsta mánuð, sem gera um einn og hálfan milljarð króna. Skattfénu verður síðan varið í forvarnastarf, meðferðarstöðvar og önnur lýðheiðsluverkefni að því er ríkisstjórinn John Hickenlooper, segir.

Mörg önnur ríki Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með hvernig tilranin gengur í Colorado og þegar hefur verið ákveðið að Washington ríki muni taka upp samskonar kerfi síðar á þessu ári.

Barack Obama forseti virðist hlyntur því að böndum sé komið á Kannabissöluna og vakti hann  athygli á dögunum þegar hann sagði að Maríjúana væri ekki hættulegra efni en áfengi. Hann bætti því reyndar við að það væri ávallt slæm ákvörðun að byrja að neita slíkra efna.

Sala á maríjúana í læknisfræðilegum tilgangi hefur um nokkurra ára skeið tíðkast víða í Bandaríkjunum, eða í tuttugu ríkjum af fimmtíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×