Lífið

Handtekinn fyrir ölvunarakstur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Chris Pine mætir fyrir rétt á mánudaginn.
Chris Pine mætir fyrir rétt á mánudaginn. Vísir/Getty
Leikarinn Chris Pine, sem þekktastur er fyrir að leika Kaftein Kirk í Star Trek-myndunum, var handtekinn fyrir ölvunarakstur á Nýja-Sjálandi aðfaranótt 1. mars.

Chris hefur dvalið í landinu við tökur á kvikmyndinni Z for Zachariah að undanförnu og samkvæmt Facebook-síðu íslensku fyrirsætunnar Írisar Bjarkar Jóhannesdóttur hefur hún dvalið þar með honum. Chris og Íris hafa sést mikið saman að undanförnu en hafa hvorug tjáð sig um sambandið. Fullyrða fjölmiðlar vestan hafs hins vegar að þau séu kærustupar.

Chris þarf að mæta fyrir rétt á Nýja-Sjálandi næsta mánudag en að sögn Casey Crawford, eiganda barsins Blue, skemmti Chris sér þar að kvöldi 28. febrúar. Segir Casey að hann hafi drukkið bjór ásamt Írisi og ekki að sjá á honum að hann væri fullur þegar hann yfirgaf staðinn um klukkan 2.30 um nóttina.

„Hann virtist bara vilja eyða tíma með kærustu sinni,“ segir Casey og bætir við að Chris hafi verið afar viðkunnuglegur og spjallað við aðdáendur sína.


Tengdar fréttir

Nýtt andlit Armani

Chris Pine, nýi tengdasonur Íslands, landar stórum samningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×