Tap RÚV umtalsvert meira en gert var ráð fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2014 20:50 vísir/gva Uppfærð rekstraráætlun Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt á fundi stjórnar sem fram fór í dag. Liggur fyrir að tap af rekstri félagsins á yfirstandandi rekstrarári verður umtalsvert meira en áætlanir stjórnenda RÚV gerðu ráð fyrir, jafnvel þótt að gripið hafi verið til umfangsmikilla niðurskurðaraðgerða á tímabilinu. Nú er gert ráð fyrir að tap af rekstri félagsins verði 305 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins og 357 milljónir króna. á rekstrarárinu öllu. Yfirmenn Ríkisútvarpsins hafa boðað til starfsmannafundar vegna þessa klukkan 10 í fyrramálið. Ljóst er að frávikið frá þeim áætlunum sem áður höfðu verið lagðar fram er umtalsvert og útlit er fyrir að tapið af rekstrinum muni hafa veruleg áhrif á eigið fé Ríkisútvarpsins, en það var við lok síðasta rekstrarárs 653 milljónir. Því er ljóst að hlutfall eiginfjár Ríkisútvarpsins fer undir 8% mörkin sem skilgreind eru í lánasamningum sem það hefur gert. Rétt er að taka fram að RÚV hefur upplýst viðskiptabanka sinn um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf. Niðurstaða uppfærðrar rekstraráætlunar er stjórn Ríkisútvarpsins mikil vonbrigði og hefur hún óskað eftir að fram fari óháð úttekt á fjármálum þess. Stjórn hefur jafnframt óskað eftir því við nýráðinn útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, sem hóf störf í síðustu viku að hann fari yfir rekstraráætlanir með það að markmiði að reksturinn komist í jafnvægi sem fyrst. Stjórn telur raunhæft að það muni takast og að framtíðarhorfur kalli ekki á nýjar niðurskurðaraðgerðir til viðbótar við þær sem þegar hefur verið ráðist í á rekstrarárinu. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Uppfærð rekstraráætlun Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt á fundi stjórnar sem fram fór í dag. Liggur fyrir að tap af rekstri félagsins á yfirstandandi rekstrarári verður umtalsvert meira en áætlanir stjórnenda RÚV gerðu ráð fyrir, jafnvel þótt að gripið hafi verið til umfangsmikilla niðurskurðaraðgerða á tímabilinu. Nú er gert ráð fyrir að tap af rekstri félagsins verði 305 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins og 357 milljónir króna. á rekstrarárinu öllu. Yfirmenn Ríkisútvarpsins hafa boðað til starfsmannafundar vegna þessa klukkan 10 í fyrramálið. Ljóst er að frávikið frá þeim áætlunum sem áður höfðu verið lagðar fram er umtalsvert og útlit er fyrir að tapið af rekstrinum muni hafa veruleg áhrif á eigið fé Ríkisútvarpsins, en það var við lok síðasta rekstrarárs 653 milljónir. Því er ljóst að hlutfall eiginfjár Ríkisútvarpsins fer undir 8% mörkin sem skilgreind eru í lánasamningum sem það hefur gert. Rétt er að taka fram að RÚV hefur upplýst viðskiptabanka sinn um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf. Niðurstaða uppfærðrar rekstraráætlunar er stjórn Ríkisútvarpsins mikil vonbrigði og hefur hún óskað eftir að fram fari óháð úttekt á fjármálum þess. Stjórn hefur jafnframt óskað eftir því við nýráðinn útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, sem hóf störf í síðustu viku að hann fari yfir rekstraráætlanir með það að markmiði að reksturinn komist í jafnvægi sem fyrst. Stjórn telur raunhæft að það muni takast og að framtíðarhorfur kalli ekki á nýjar niðurskurðaraðgerðir til viðbótar við þær sem þegar hefur verið ráðist í á rekstrarárinu.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira