Innlent

Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. 

Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.

Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. 

Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. 

Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður.


Tengdar fréttir

Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum

Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×