Innlent

8000 manns mótmæltu á Austurvelli í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Friðrik Þór

Fólk er tekið að týnast af Austurvelli eftir mótmælin sem þar fóru fram í dag. 

Voru þetta fimmtu mótmælin vegna fyrirhugaðrar riftunar aðildarviðræðnana við Evrópusambandið.

Í lokaræðunni á samstöðufundinum á Austurvelli, voru kosningaloforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar spiluð í hátalarakerfi. Þetta vakti mikinn fögnuð viðstaddra.

Mótmælendur létu duglega í sér heyra og fönguðu vel það sem fyrir auga bar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru um 8000 manns á Austurvelli þegar mest lét.

Hér að neðan má sjá myndir frá mótmælunum í dag. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.