Innlent

Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær

Mynd/Bergsteinn
Í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi var sjósett skip í gær sem íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore er að láta smíða fyrir sig.

Skipið er 89 metra langt og 18 metra breitt og er sérstaklega hannað til að athafna sig við erfiðaraðstæður á norðurslóðum, þar með talið til siglinga í ís.

Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar.

Skipið fer nú í Havyard skipasmíðastöðina í Leirvík í Noregi þar sem það verður fullbúið og gert er ráð fyrir að Fáfnir fái skipið afhent í ágústnæstkomandi.

Fyrsta verkefni skipsins verður að leysa af hólmi varðskipið Tý sem Fáfnir tók á leigu hjá landhelgisgæslunni til að uppfylla samninga við norsk stjórnvöld um gæslu- og björgunarstörf á hafsvæðinu í kringum Svalbarða.

Skipið er dýrasta skip Íslandssögunnar en reiknað er með að smíði þess kostar 7,3 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×