Innlent

Bændur vilja skjóta álftir og gæsir

visir/stefán
Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin til að draga úr örri stækkun þessara stofna og vaxandi tjóns af völdum þeirra, sem talið er nema tugum milljóna króna á ári.

Málið liggur nú fyrir Búnaðarþingi, sem nú stendur yfir. Í fylgiskjali frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga kemur meðal annars fram að með aukinni kornrækt í landinu hafi álftastofninn að minnsta kosti tvöfaldast síðan árið 1980 og að ekki sjái fyrir endann á þessari aukningu. 



Einnig að gengið verði til viðræðna við stjórnvöld um hvernig megi gefa tímabundin leyfi til skotveiða á ræktunarlandi þar sem ágangur fugla er mestur og hafnar viðræður við stjórnvöld um bætur til bænda vegna tjóns af völdum fugla, ef skotveiðileyfi fást ekki.

Þá vilja Skagfirðingarnir að hafin verði skotvopnanámskeið, í samráði við við ríkislögreglustjóra þar sem bændur geti öðlast réttindi til að eiga og nota skotvopn í þessum tilgangi.

Sunnlensksir bændur miða hlaupum sínum ekki aðeins að álftinni, heldur stinga þeir líka upp á að leyfðar verði vorveiðar á gæs, til að grisja stofnana áður en kemur að varpi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×