Innlent

Stóru málin: Hver verður besti borgarstjórinn?

Oddvitar flokkanna svara spurningum í Stóru málunum í kvöld.
Oddvitar flokkanna svara spurningum í Stóru málunum í kvöld. Vísir/Pjetur
Oddvitar allra þeirra sjö flokka sem bjóða sig fram til borgarstjórnar í Reykjavík mætast í fyrsta sinni í sjónvarpssal á Stöð 2 í kvöld.

Eitt rólegasta kjörtímabil í manna minnum er senn á enda – en hvað ber á milli þessara sjö flokka sem vilja komast að í borgarstjórn á því næsta? Hver vill fjölga félagslegum íbúðum, bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla,  lækka útsvar, bæta skólana?

Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson ræða við oddvitana; Dag B. Eggertsson Samfylkingu, Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokki, Óskar Bergsson Framsóknarflokki, Þorleif Gunnlaugsson Dögun, Björn Blöndal Bjartri framtíð, Líf Magneudóttur, sem er í 2. sæti hjá Vinstri grænum, og Halldór Auðar Svansson Pírötum.

Hverju vilja þau koma í verk á næsta kjörtímabili og hver vill verða borgarstjóri?

Baráttan um borgina í Stóru málunum kl.19:20, strax á eftir Íslandi í dag, á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×