Hátt í fjögurra tíma hitafundi lokið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 23:00 Frá fundinum langa. vísir/daníel Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson
Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent