Innlent

Ákvörðun Eyglóar vonbrigði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Þetta eru vissulega vonbrigði. Við erum ekki sátt við þessa ákvörðun en að sjálfsögðu virðum við hana,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í gær að hún yrði ekki viðstödd setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi. Keppendurnir hafa verið við æfingar í Bandaríkjunum og komu til Sotsjí í gærnótt.

„Það hefur tíðkast lengi að ráðamenn þjóðarinnar komi á Ólympíuleika og -mót og heiðri íþróttamenn með nærveru sinni. En íþróttir og pólitík eiga ekkert endilega saman.“

Þjóðsöngur Íslands var leikinn við hátíðlega athöfn í gær á meðan íslenski fáninn var dreginn að húni.

Keppendurnir, Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson, keppa dagana 13-16. mars og segir Ólafur allan aðbúnað vera til fyrirmyndar.


Tengdar fréttir

Flókin staða en Eygló fer til Sotsjí

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, mun vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí en hún segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.