Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2014 18:58 Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira