Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2014 18:58 Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira