Íbúum Ísafjarðar fækkaði um 4% Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2014 18:58 Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur. Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mesta fólksfækkun á landinu á síðasta ári varð á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fækkaði um nærri eitthundrað manns. Bæjarstjórinn hvetur stjórnvöld til aðgerða, eins og að lækka orkuverð og flugfargjöld. Íbúum Þingeyrar fækkaði um fimmtán manns, eða sex prósent milli ára, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fólki fjölgaði hins vegar örlítið á Flateyri og Suðureyri og verulega í Bolungarvík, um 32, og Súðavík, um 23, meðan höfuðstaðurinn, Ísafjörður, mátti þola fækkun um 97 manns eða um fjögur prósent. Á sunnanverðum Vestfjörðum varð örlítil fjölgun bæði í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að það sé áfram verkefni að halda í fólk. Meira þurfi til, en hingað til hefur verið gert, að snúa þessu við. Daníel segir fækkun ungs fólks sérstakt áhyggjuefni. Aldurspýramidinn, sérstaklega í minni byggðarlögunum, sé orðinn mjög skakkur. Algerlega vanti ungt fólk. Bæjarstjórinn hvetur ríkisvaldið til að leggja sig fram um að jafna búsetukostnað milli landshluta. Hann segir margt einfalt hægt að gera, eins og að lækka flugfargjöld og orkukostnað, til að svæðið verði samkeppnishæft við höfuðborgarsvæðið. „Þannig að fólk finni þetta í gegnum budduna. Ef við tökum þá ákvörðun að við ætlum að halda uppi byggð hérna þá verða þeim orðum að fylgja einhverjar athafnir.“ Það þurfi að búa til meiri hvata til þess að ungt fólk sérstaklega vilji flytja vestur.
Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira