Innlent

Grindvíkingum gert að greiða Guðjóni Þórðarsyni 8,5 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Þórðarson vann málið gegn Grindvíkingum.
Guðjón Þórðarson vann málið gegn Grindvíkingum.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag knattspyrnudeild Grindavíkur til að greiða Guðjóni Þórðarsyni tæplega 8,5 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Deildin þarf einnig að greiða málskostnað Guðjóns upp á 400.000 krónur. Málið var dómtekið þann 4. febrúar.

Guðjón krafði Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa.

Árið 2011 var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari Grindvíkinga og gerði þá þriggja ára samning við félagið.

Guðjón stýrði liðinu í eitt tímabil og féll Grindavík úr Pepsi-deildinni haustið 2012.

Guðjóni var gert að hætta með liðið eftir tímabilið þar sem knattspyrnudeild Grindavíkur töldu sig hafa nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Guðjón og var launalið sagt upp frá áramótum 2012-13. Milan Stefán Jankovic var síðan formlega ráðinn þjálfari liðsins þann 16. janúar 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×