Ólafur Ragnar útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í rússneskum miðli Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 22:25 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro. mynd/skjáskot Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi. ESB-málið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi.
ESB-málið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira