Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Jóhannes Stefánsson skrifar 27. febrúar 2014 22:09 Hlín Einars segir að Hildur Lilliendahl sé nú búin að afhjúpa sig. Vísir/Valgarður Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi berja Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín um bólfimi karla. Á þetta bendir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar og sambýlismaður Hlínar Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is.Hildur sagðist í viðtali á Vísi fyrr í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill aðspurð hvort hún hefði viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga. „Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“ Aðspurð hvort hún gæti nefnt einhver dæmi svaraði Hildur neitandi.„Ég var að skrifa pistla á Pressunni um samskipti kynjanna og hún sá ástæðu til þess að biðja fólk um að berja mig,“ segir Hlín Einarsdóttir. „Þessi ummæli dæma sig sjálf,“ bætir hún við. „Ég hef aldrei gert þessari konu neitt og hef aldrei hitt hana eða hef aldrei agnúast út í hennar baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Hlín.Skjáskot af ummælum Hildar.„Ég ákvað að gera nákvæmlega ekkert í þessu af því að ég hugsaði sem svo að hún myndi afhjúpa sig sjálf, sem hún gerði. Ég hugsaði þó mitt þegar félagasamtök á borð við UN Women og Stígamót gerðu hetju úr konu sem þótti ekkert athugavert við að hvetja til ofbeldis gegn konum,“ segir Hlín. „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert,“ segir Hlín. Hlín segir að Hildur hafi haft orð á því á sínum tíma að hún myndi ekki biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum, enda hafi hún sagt að hún ætti þau skilið. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi berja Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín um bólfimi karla. Á þetta bendir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar og sambýlismaður Hlínar Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is.Hildur sagðist í viðtali á Vísi fyrr í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill aðspurð hvort hún hefði viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga. „Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“ Aðspurð hvort hún gæti nefnt einhver dæmi svaraði Hildur neitandi.„Ég var að skrifa pistla á Pressunni um samskipti kynjanna og hún sá ástæðu til þess að biðja fólk um að berja mig,“ segir Hlín Einarsdóttir. „Þessi ummæli dæma sig sjálf,“ bætir hún við. „Ég hef aldrei gert þessari konu neitt og hef aldrei hitt hana eða hef aldrei agnúast út í hennar baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Hlín.Skjáskot af ummælum Hildar.„Ég ákvað að gera nákvæmlega ekkert í þessu af því að ég hugsaði sem svo að hún myndi afhjúpa sig sjálf, sem hún gerði. Ég hugsaði þó mitt þegar félagasamtök á borð við UN Women og Stígamót gerðu hetju úr konu sem þótti ekkert athugavert við að hvetja til ofbeldis gegn konum,“ segir Hlín. „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert,“ segir Hlín. Hlín segir að Hildur hafi haft orð á því á sínum tíma að hún myndi ekki biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum, enda hafi hún sagt að hún ætti þau skilið. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48