Innlent

„Svartir menn eru kallaðir negrar“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Jón Geir tók mynd af verkefninu á meðan dóttir hans var að vinna það.
Jón Geir tók mynd af verkefninu á meðan dóttir hans var að vinna það. Jón Geir Jóhannsson
Þetta sló mig. segir faðir stúlku í 2. bekk um námsefni dóttur sinnar. Þar eru börnum gefin fordæmi um orðnotkun sem almennt er ekki talin boðleg í nútímasamfélagi.

Í verkefninu eiga börn að ljúka við setningar með því að vinna úr upplýsingum á borð við Mennirnir á jörðinni eru ekki allir eins. Svartir menn eru kallaðir negrar.

Þetta sló mig dálítið þegar ég sá þetta segir Jón Geir Jóhannsson, en hann var að hjálpa dóttur sinni með heimalærdóminn þegar hann sá verkefnið og ákvað að birta mynd af blaðsíðunni á Facebook-síðu sinni. Ég hélt að þetta væri ekki til lengur en það verður að teljast skrítið að svona augljóslega eldgömul útgáfa sé ennþá til kennslu.

Kennslubókin sem um ræðir er Við Lesum nr. C, en sú bók er gefin út af Námsgagnastofnun og á að kenna börnum í 2. bekk að lesa. Bókin er gefin út í tveimur hlutum, leshluta og síðan verkefnahluta þar sem umtalað verkefni kemur fram.

Bókin er hluti af þriggja bóka seríu sem nefnist einfaldlega Við Lesum. Sú bókasería er á námsskrá flestra grunnskóla samkvæmt heimasíðum þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.