Innlent

„Hörmum þetta, þessi bók átti aldrei að vera notuð“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Verkefnið vakti óhug margra.
Verkefnið vakti óhug margra.
„Í sjálfu sér eru þetta mistök, við erum búin að kippa þessari bók úr umferð,“ segir Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri í Varmárskóla. Vísir fjallaði um námsbókina Við lesum C í gærkvöldi, en bókin var notuð sem kennsluefni í 2. bekk í Varmárskóla.

Í henni eru verkefni sem krefja börn til þess að ljúka við setningar með því að vinna úr upplýsingum á borð við „Mennirnir á jörðinni eru ekki allir eins. Svartir menn eru kallaðir negrar.“

Þórhildur segir bókina hafa verið notaða sem aukaefni og nokkur eintök hafi verið til í skólanum. „Kennarar hafa notað bókina til þess að gefa nemendum aukaæfingar og hún líklega ekki skoðuð nógu gaumgæfilega.“

Bókin var strax tekin úr notkun í morgun þegar Þórhildur mætti til vinnu. „Við hörmum þetta mjög. Þetta voru mistök sem okkur þykja leiðinleg,“ útskýrir skólastjórinn.


Tengdar fréttir

„Svartir menn eru kallaðir negrar“

Í námsefni barna í öðrum bekk eru þeim gefin fordæmi um orðnotkun sem almennt er ekki talin boðleg í nútímasamfélagi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.