Vilja að heimilisofbeldisbrot falli undir almenn hegningarlög Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. febrúar 2014 20:03 Heimilisofbeldisbrot eiga að falla undir almenn hegningarlög þar sem þolandinn þarf ekki að leggja fram kæru. Þetta er mat lögreglunnar á Suðurnesjum sem hefur unnið markvisst í málaflokknum á síðastliðnu ári og náð eftirtektarverðum árangri. Öll úrræði eru nýtt og gerendur fjarlægðir af heimili sínu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hlutfall heimilisofbeldis á Suðurnesjum með því hæsta sem gerist á landinu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ráðist í markvisst átak til að stemma stigu við heimilisofbeldi. „Við sáum það að þessi málaflokkur, heimilisofbeldi, var ekki tekinn nógu föstum tökum. Við vorum ekki að vinna þetta nógu vel. Við sáum það líka að við í lögreglunni að þegar við förum í þessi mál að við ráðum ekki við þetta ein,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Strax leitað til félagsþjónustu Yfirskrift verkefnisins er að Halda glugganum opnum. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kemur inn á heimili þar sem heimilisofbeldi á sér stað er strax kallað á félagsþjónustu. Í stað þess að bíða þá eru öll úrræði nýtt strax og hefur það gefið góða raun. „Við gerum þetta ekki síðar heldur núna,“ bætir Skúli við. Átak lögreglunnar á Suðurnesjum hefur vakið athygli og íhuga önnur lögregluembætti að taka upp sams konar starfshætti. Skúli segir að lögregluembættið hafi rekist á marga veggi og telur þörf á lagabreytingum. „Það er okkar mat að breyta þurfi almennum hegningarlögum. Við þurfum að koma heimilisofbeldisbrotum inn í hengningarlög og þau séu þar með sjálfstætt brot. Þolandinn á ekki þurfa að leggja fram kæru - það er samfélagið sem gerir það,“ segir Skúli.Gerendur fjarlægðir af heimili Lögreglan á Suðurnesjum nýtir lagarammann vel. Gerendur í heimilisofbeldismálum eru fjarlægðir af heimilum sínum og fá jafnvel ekki að snúa aftur fyrr en mánuði síðar. „Þetta er að skila árangri,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögregluembættisins á Suðurnesjum. „Við erum að grípa inn í mál og vonandi að koma í veg fyrir ítrekanir. Þessu fylgir gríðarlegt forvarnargildi fyrir börn sem alast upp og búa á ofbeldisheimilum. Við teljum að hagsmunir þeirra séu mjög brýnir.“ Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Heimilisofbeldisbrot eiga að falla undir almenn hegningarlög þar sem þolandinn þarf ekki að leggja fram kæru. Þetta er mat lögreglunnar á Suðurnesjum sem hefur unnið markvisst í málaflokknum á síðastliðnu ári og náð eftirtektarverðum árangri. Öll úrræði eru nýtt og gerendur fjarlægðir af heimili sínu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hlutfall heimilisofbeldis á Suðurnesjum með því hæsta sem gerist á landinu. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ráðist í markvisst átak til að stemma stigu við heimilisofbeldi. „Við sáum það að þessi málaflokkur, heimilisofbeldi, var ekki tekinn nógu föstum tökum. Við vorum ekki að vinna þetta nógu vel. Við sáum það líka að við í lögreglunni að þegar við förum í þessi mál að við ráðum ekki við þetta ein,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Strax leitað til félagsþjónustu Yfirskrift verkefnisins er að Halda glugganum opnum. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kemur inn á heimili þar sem heimilisofbeldi á sér stað er strax kallað á félagsþjónustu. Í stað þess að bíða þá eru öll úrræði nýtt strax og hefur það gefið góða raun. „Við gerum þetta ekki síðar heldur núna,“ bætir Skúli við. Átak lögreglunnar á Suðurnesjum hefur vakið athygli og íhuga önnur lögregluembætti að taka upp sams konar starfshætti. Skúli segir að lögregluembættið hafi rekist á marga veggi og telur þörf á lagabreytingum. „Það er okkar mat að breyta þurfi almennum hegningarlögum. Við þurfum að koma heimilisofbeldisbrotum inn í hengningarlög og þau séu þar með sjálfstætt brot. Þolandinn á ekki þurfa að leggja fram kæru - það er samfélagið sem gerir það,“ segir Skúli.Gerendur fjarlægðir af heimili Lögreglan á Suðurnesjum nýtir lagarammann vel. Gerendur í heimilisofbeldismálum eru fjarlægðir af heimilum sínum og fá jafnvel ekki að snúa aftur fyrr en mánuði síðar. „Þetta er að skila árangri,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögregluembættisins á Suðurnesjum. „Við erum að grípa inn í mál og vonandi að koma í veg fyrir ítrekanir. Þessu fylgir gríðarlegt forvarnargildi fyrir börn sem alast upp og búa á ofbeldisheimilum. Við teljum að hagsmunir þeirra séu mjög brýnir.“
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira