Innlent

Barist um farseðilinn til Kaupmannahafnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flytjendurnir sex sem verða í baráttunni í Háskólabíói í kvöld.
Flytjendurnir sex sem verða í baráttunni í Háskólabíói í kvöld. Mynd/Samsett
Það ræðst í kvöld hvert framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður árið 2014. Sex lög berjast um farseðilinn til Kaupmannahafnar. Hér að neðan geturðu fylgst með skoðunum landsmanna á meðan á keppni stendur.

Eyþór Ingi keppti fyrir hönd Íslands í fyrra í með lagið „Ég á líf“ og hafnaði í 17. sæti. Hér að neðan má sjá lista yfir lög, flytjendur þeirra sex laga sem berjast um atkvæði landsmanna í kvöld en keppnin fer fram í Háskólabíói. Þá fylgir símanúmerið sem hægt er að hringja í þegar atkvæðagreiðslan hefst.

Lag: Þangað til ég dey

Flytjandi: F.U.N.K.

Símanúmer: 900-9901

Lag: Amor

Flytjandi: Ásdís María Viðarsdóttir

Símanúmer: 900-9902

Lag: Lífið kviknar á ný

Flytjandi: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Símanúmer: 900-9903

Lag: Von

Flytjandi: Gissur Páll Gissurarson

Símanúmer: 900-9904

Lag: Eftir eitt lag

Flytjandi: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Símanúmer: 900-9905

Lag: Enga fordóma

Flytjandi: Pollapönk

Símanúmer: 900-9906

Landsmenn eru margir hverjir virkir á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan á keppni stendur. Þeir segja skoðun sína og nota merkið #12stig. Athugasemdir íslenskra áhorfenda birtast hér að neðan jafnóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×