Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain: Gefur okkur sjálfstraust

Róbert Jóhannsson skrifar
Oxlade-Chamberlain fagnar marki sínu í dag.
Oxlade-Chamberlain fagnar marki sínu í dag.
Alex Oxlade-Chamberlain var, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins í sigri Arsenal gegn Liverpool í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar fyrr í dag.

"Við vissum að við þyrftum að gera miklu betur en um síðustu helgi," sagði Oxlade-Chamberlain eftir sigurinn gegn Liverpool í dag.

"Markið mitt kom okkur vel af stað. Við gerðum svo vel í að standa saman og halda í forystuna."

"Það er beðið um vítaspyrnur í flestum leikjum. Þú verður bara að hafa áhyggjur af þeim sem eru dæmdar og sem betur fer gerðist það ekki í þessu tilfelli," sagði hann varðandi atvik þar sem hann virtist brjóta á Luis Suarez innan teigs í seinni hálfleik.

"Við eigum risaleik á miðvikudaginn og þessi sigur gefur okkur gríðarlegt sjálfstraust fyrir hann," sagði hann að lokum og á þar við leik Arsenal gegn Bayern München í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×