Innlent

„Það skiptir miklu máli að þú sért ekki að fela neitt sjálf“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag.

Mín Skoðun er umræðuþáttur um stjórnmál og verður farið er yfir víðan völl í vetur. Mikael ræddi við Birgittu Jónsdóttur, formann Pírata, um svokallaða „virka í athugasemdum“.

Virkur í athugasemdum vikunnar er Brynjar Þór Guðmundsson sem hefur gagnrýnt þátttöku Birgittu að myndinni The Fifth Estate sem fjallar um uppljóstrunarsíðuna Wikileaks. Brynjar hefur gagnrýnt Birgittu fyrir að hafa ekki gefið upp þau laun sem hún fékk fyrir ráðgjafahlutverk sitt í kringum gerð myndarinnar.

„Þú selur þig sem manneskju sem kemur með hlutina upp á yfirborðið og ert hálfgerður uppljóstrari. Þú vilt hafa allt gagnsætt og upp á borðinu og þá skiptir það svo miklu máli að þú sért ekki að fela neitt sjálf.“

„Þetta kemur fram í skattayfirliti mínu hvað ég fékk borgað og það geta allir séð það þegar skattayfirlitið verður gert opinbert,“ svaraði Birgitta.

Birgitta kom einnig inn á það að hún og Julian Assange, stofnandi Wikileaks, væru í raun ekki lengur vinir og langt síðan að hún heyrði síðast honum.

Hér að ofan má sjá innslagið úr þættinum í dag.




Tengdar fréttir

Elliði, Svandís og Birgitta í Minni skoðun

Í þáttinn í dag komu þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Ellliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau fóru yfir málefni síðustu vikna og fréttir vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×