"Mikilvægast að við tökum aldrei aftur þátt í mannréttindabrotum gegn friðsömu fólki“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. febrúar 2014 15:04 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, og iðkendur Falun Gong í Ástralíu. vísir/gva/afp Þingsályktunartillaga fimmtán þingmanna stjórnarandstöðunnar um afsökunarbeiðni frá íslenskum stjórnvöldum og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong var rædd á Alþingi síðdegis í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki ekki þátt í mannréttindabrotum. Um er að ræða þá iðkendur sjálfsræktarkerfisins sem meinuð var landganga og að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002. Var það í tengslum við opinbera heimsókn Jiangs Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína, sem 75 einstaklingar voru vistaðir gegn vilja sínum í Njarðvíkurskóla og vísað frá landinu í kjölfarið. „Aðgerðir íslenskra stjórnvalda í Falun Gong-málinu í upphafi aldarinnar voru alls ekki til fyrirmyndar,“ segir í greinargerð þingályktunartillögunnar. „Mikilvægt er að Íslendingar láti ekki framar teyma sig í slíka vegleysu heldur hafi þvert á móti burði til að láta í sér heyra. Ljóst verður að vera að Íslendingar og íslensk stjórnvöld hafi lært af því máli.“ Guðmundur sagði í ræðu sinni að með því að samþykkja tillöguna væru Íslendingar að lýsa yfir samstöðu með iðkendum Falun Gong og um leið að fordæma framferði kínverskra stjórnvalda gegn þeim. „En mikilvægast er það, hvað varðar okkur, að við tökum aldrei aftur þátt í slíkum mannréttindabrotum gegn friðsömu fólki,“ sagði Guðmundur í ræðunni. Undir tillöguna kvitta fimmtán þingmenn úr Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingunni og VG. Tengdar fréttir Munu hvetja ráðherrann til umbóta Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. 18. apríl 2012 07:30 Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma. 17. mars 2005 00:01 Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. 12. desember 2005 07:00 Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2. janúar 2006 12:15 Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 15:25 Íslenska ríkið biðjist forláts Fimmtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong 30. janúar 2014 07:45 Þór Saari: Takk fyrir Össur „Það er oft talað um að lítið hafi breyst og það finnst mér sjálfum oftar en ekki. Þetta hefði þó hins vegar aldrei gerst í ríkisstjórn þar sem sjálfstæðismenn réðu ferðinni og er enn ein ástæðan fyrir því, ásamt um þúsund öðrum, að þeim verði haldið frá völdum hér á landi í a.m.k. tíu ár,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsökunarbeiðni Össurar Skarhéðinssonar, utanríkisráðherra, á þingfundi í dag. 27. maí 2011 20:36 Opið bréf frá Falun Gong iðkendum Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002. 10. apríl 2012 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þingsályktunartillaga fimmtán þingmanna stjórnarandstöðunnar um afsökunarbeiðni frá íslenskum stjórnvöldum og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong var rædd á Alþingi síðdegis í dag. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki ekki þátt í mannréttindabrotum. Um er að ræða þá iðkendur sjálfsræktarkerfisins sem meinuð var landganga og að nýta tjáningarfrelsi sitt á Íslandi í júní 2002. Var það í tengslum við opinbera heimsókn Jiangs Zemin, þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína, sem 75 einstaklingar voru vistaðir gegn vilja sínum í Njarðvíkurskóla og vísað frá landinu í kjölfarið. „Aðgerðir íslenskra stjórnvalda í Falun Gong-málinu í upphafi aldarinnar voru alls ekki til fyrirmyndar,“ segir í greinargerð þingályktunartillögunnar. „Mikilvægt er að Íslendingar láti ekki framar teyma sig í slíka vegleysu heldur hafi þvert á móti burði til að láta í sér heyra. Ljóst verður að vera að Íslendingar og íslensk stjórnvöld hafi lært af því máli.“ Guðmundur sagði í ræðu sinni að með því að samþykkja tillöguna væru Íslendingar að lýsa yfir samstöðu með iðkendum Falun Gong og um leið að fordæma framferði kínverskra stjórnvalda gegn þeim. „En mikilvægast er það, hvað varðar okkur, að við tökum aldrei aftur þátt í slíkum mannréttindabrotum gegn friðsömu fólki,“ sagði Guðmundur í ræðunni. Undir tillöguna kvitta fimmtán þingmenn úr Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingunni og VG.
Tengdar fréttir Munu hvetja ráðherrann til umbóta Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. 18. apríl 2012 07:30 Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma. 17. mars 2005 00:01 Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. 12. desember 2005 07:00 Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2. janúar 2006 12:15 Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 15:25 Íslenska ríkið biðjist forláts Fimmtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong 30. janúar 2014 07:45 Þór Saari: Takk fyrir Össur „Það er oft talað um að lítið hafi breyst og það finnst mér sjálfum oftar en ekki. Þetta hefði þó hins vegar aldrei gerst í ríkisstjórn þar sem sjálfstæðismenn réðu ferðinni og er enn ein ástæðan fyrir því, ásamt um þúsund öðrum, að þeim verði haldið frá völdum hér á landi í a.m.k. tíu ár,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsökunarbeiðni Össurar Skarhéðinssonar, utanríkisráðherra, á þingfundi í dag. 27. maí 2011 20:36 Opið bréf frá Falun Gong iðkendum Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002. 10. apríl 2012 14:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Munu hvetja ráðherrann til umbóta Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. 18. apríl 2012 07:30
Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd Mannréttindaskýrsla Íslands var lögð fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti og óljósa skilgreiningu á hryðjuverkum, auk þess sem lýst var yfir áhyggjum vegna þess hve fáar nauðgunarkærur leiða til dóma. 17. mars 2005 00:01
Stjórnvöld höfðu ekki lagaheimildir Umboðsmaður alþingis telur að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega heimild til þess að setja komubann á iðkendur Falung Gong sumarið 2002. Hann segir það íslenskra dómstóla að skera úr um hvort ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu. 12. desember 2005 07:00
Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. 2. janúar 2006 12:15
Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20. apríl 2012 15:25
Íslenska ríkið biðjist forláts Fimmtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong 30. janúar 2014 07:45
Þór Saari: Takk fyrir Össur „Það er oft talað um að lítið hafi breyst og það finnst mér sjálfum oftar en ekki. Þetta hefði þó hins vegar aldrei gerst í ríkisstjórn þar sem sjálfstæðismenn réðu ferðinni og er enn ein ástæðan fyrir því, ásamt um þúsund öðrum, að þeim verði haldið frá völdum hér á landi í a.m.k. tíu ár,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsökunarbeiðni Össurar Skarhéðinssonar, utanríkisráðherra, á þingfundi í dag. 27. maí 2011 20:36
Opið bréf frá Falun Gong iðkendum Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002. 10. apríl 2012 14:00