Munu hvetja ráðherrann til umbóta 18. apríl 2012 07:30 Þórdís segir núverandi forsætisráðherra koma hingað undir öðrum formerkjum en leiðtogi flokksins sem hingað kom árið 2002. Forsætisráðherrann verður hvattur til að láta sækja þá til saka sem bera ábyrgð á ofsóknum gegn iðkendum Falun Gong. fréttablaðið/stefán Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að engin afskipti verði höfð af friðsamlegum mótmælum eða áminningum iðkenda Falun Gong nú þegar Wen Jiabo, forsætisráðherra Kína, kemur til landsins á föstudag. Von er á iðkendum Falun Gong hingað að sögn Þórdísar Hauksdóttur, iðkanda þess. Mikla athygli vakti þegar Jiang Zemin, þáverandi leiðtogi landsins, kom í opinbera heimsókn hingað til lands fyrir tíu árum. Þá var fjöldi iðkenda stöðvaður við komuna til Íslands og þeim haldið nauðugum í Njarðvík. Þá var fólki meinað að fara um borð í flugvélar hingað til lands og komið í veg fyrir að leiðtoginn yrði var við mótmæli. Hvers vegna ógnar Falun Gong stjórnvöldum?„Þessi iðkun og hugmyndafræði naut mikilla vinsælda frá því að hún kom fram í Kína árið 1992 og fram til ársins 1999,“ segir Þórdís. Það ár var Falun Gong bannað í landinu. „Þá hafði fjöldi iðkenda aukist upp í 60 til 100 milljónir á sjö árum. Í landi þar sem þykir hættulegt að fólk komi mikið saman þá var það brjálæðisleg ógn í sjálfu sér, fjöldinn. Þrátt fyrir einhverjar yfirlýsingar stjórnvalda um ástæður þá vita þeir sem kynna sér þessi mál að þetta var ástæðan. Þeir höfðu áður hampað iðkuninni mjög og veitt henni viðurkenningar.“ Þórdís segir að á þessum tímapunkti hafi iðkendur því verið orðnir fleiri en skráðir meðlimir í Kommúnistaflokknum, sem hafi líka verið viðkvæmt. „Þetta ár hóf Jiang Zemin, leiðtogi flokksins sem kom hingað, grimmar ofsóknir sem halda enn áfram gegn þessum hópi fólks. Hann gaf út þá yfirlýsingu að hann ætlaði að útrýma iðkuninni á þremur mánuðum. Nú eru þrettán ár síðan og það hefur ekki gerst. Hann skilgreindi Falun Gong sem ógn við ríkið og nálgunin var sú sama og gagnvart menntamönnum í menningarbyltingunni.“ Þórdís segir að óhugnanlegustu glæpirnir gegn iðkendum Falun Gong séu líffærastuldir. Gerðar hafa verið skýrslur þar sem færð eru rök fyrir því að slíkt viðgangist. Aðrar ofsóknir á hendur Falun Gong felast í því að fangelsa fólk, senda það í þrælkunarbúðir og pynta það. „Það er heil stofnun, sem kölluð er sex-tíu stofnunin, sem er fyrir utan lög og reglu. Mér finnst óhugnanlegast að fólk sé þarna pyntað svo vikum og mánuðum skiptir, að það sé fólk í vinnu við að finna upp aðferðir til að pína fólk sem mest.“ Forsætisráðherrann er umbótasinni„Þessi forsætisráðherra kemur hingað í öðrum stellingum en leiðtoginn sem kom fyrir tíu árum,“ segir Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi Falun Gong. Hún segir að samkvæmt frjálsum kínverskum fjölmiðlum sé Wen Jiabo umbótasinni og hafi talað fyrir auknu lýðræði og mannréttindum. „Heimildir Epoch Times, sem er stærsti frjálsi fjölmiðillinn á kínversku, herma að hann hafi sagst vilja hætta ofsóknum gegn Falun Gong. Það sé því að verða lykilhnútur í átökum á milli valdaklíka í Kommúnistaflokknum,“ segir hún. Blaðið hafi heimildir fyrir því að Wen hafi hvatt til þess að ofsóknum yrði hætt og að iðkendur og lýðræðissinnar, sem mótmæltu á Torgi hins himneska friðar árið 1989, verði ekki lengur skilgreindir sem glæpamenn eða ógn við ríkið. Átök á milli ólíkra hópa innan flokksins hafa komið upp á yfirborðið undanfarið, ekki síst eftir að Bo Xilai var sviptur embættum sínum innan flokksins í síðustu viku. Bo hafði verið leiðtogi í Chongqing og er sagður tilheyra þeim hluta flokksins sem fyrrverandi leiðtoginn Jiang Zemin er hluti af. Þessi hópur innan flokksins sé á móti því að ofsóknum verði hætt, því þá komi upp á yfirborðið ýmsir glæpir valdamanna. Wen Jiabo er í öðrum hópi, og segir Þórdís að þegar Bo var komið frá völdum hafi það verið ákveðinn sigur umbótasinna. Þórdís segir Falun Gong iðkendur í Kína gleðjast yfir þessu. „Fyrir þeim er afskaplega gleðilegt að eitthvað sé í gerjun, að háttsettir aðilar séu að fara á móti þessari stefnu.“ Höfðað til forsætisráðherrans að beita sérVon er á iðkendum Falun Gong hingað til lands vegna komu Wen Jiabo, en Þórdís segir ekki um mótmæli að ræða. „Þetta er hvatning til hans til þess að þeir sem bera ábyrgð á ofsóknum verði sóttir til saka. Hann verður studdur í því og það verður höfðað til hans að beita sér.“ Þórdís bendir á að núverandi stjórnarflokkar hafi verið gagnrýnir á það hvernig tekið var á málum Falun Gong-iðkenda árið 2002, og nú sé þeirra tækifæri til þess að bæta úr þessu. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur þegar beðið iðkendur afsökunar á því hvernig komið var fram við þá fyrir tíu árum síðan. „Falun Gong-iðkunin er sjálfsræktarkerfi og hefur ekki nokkur pólitísk markmið en er orðin að hverfisteini átaka innan valdaklíkunnar. Það hefur ekki tekist að útrýma þessum friðsama hópi fólks eins og til stóð og iðkendurnir hafa með sínu viðmóti og viðbrögðum við ofsóknunum sýnt grunngildin í verki. Það er ekki til eitt skráð tilfelli þar sem Falun Gong-iðkendur hafa beitt ofbeldi. Því má segja að vatnið sé að hola steininn, eða mýktin að sigra hörkuna.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Falun Gong eru væntanlegir hingað til lands vegna komu forsætisráðherra Kína á föstudag. Forsætisráðherranum verður ekki mótmælt heldur hvattur til umbóta. Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi, ræddi um Falun Gong, mannréttindabrot og umbætur í Kína í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að engin afskipti verði höfð af friðsamlegum mótmælum eða áminningum iðkenda Falun Gong nú þegar Wen Jiabo, forsætisráðherra Kína, kemur til landsins á föstudag. Von er á iðkendum Falun Gong hingað að sögn Þórdísar Hauksdóttur, iðkanda þess. Mikla athygli vakti þegar Jiang Zemin, þáverandi leiðtogi landsins, kom í opinbera heimsókn hingað til lands fyrir tíu árum. Þá var fjöldi iðkenda stöðvaður við komuna til Íslands og þeim haldið nauðugum í Njarðvík. Þá var fólki meinað að fara um borð í flugvélar hingað til lands og komið í veg fyrir að leiðtoginn yrði var við mótmæli. Hvers vegna ógnar Falun Gong stjórnvöldum?„Þessi iðkun og hugmyndafræði naut mikilla vinsælda frá því að hún kom fram í Kína árið 1992 og fram til ársins 1999,“ segir Þórdís. Það ár var Falun Gong bannað í landinu. „Þá hafði fjöldi iðkenda aukist upp í 60 til 100 milljónir á sjö árum. Í landi þar sem þykir hættulegt að fólk komi mikið saman þá var það brjálæðisleg ógn í sjálfu sér, fjöldinn. Þrátt fyrir einhverjar yfirlýsingar stjórnvalda um ástæður þá vita þeir sem kynna sér þessi mál að þetta var ástæðan. Þeir höfðu áður hampað iðkuninni mjög og veitt henni viðurkenningar.“ Þórdís segir að á þessum tímapunkti hafi iðkendur því verið orðnir fleiri en skráðir meðlimir í Kommúnistaflokknum, sem hafi líka verið viðkvæmt. „Þetta ár hóf Jiang Zemin, leiðtogi flokksins sem kom hingað, grimmar ofsóknir sem halda enn áfram gegn þessum hópi fólks. Hann gaf út þá yfirlýsingu að hann ætlaði að útrýma iðkuninni á þremur mánuðum. Nú eru þrettán ár síðan og það hefur ekki gerst. Hann skilgreindi Falun Gong sem ógn við ríkið og nálgunin var sú sama og gagnvart menntamönnum í menningarbyltingunni.“ Þórdís segir að óhugnanlegustu glæpirnir gegn iðkendum Falun Gong séu líffærastuldir. Gerðar hafa verið skýrslur þar sem færð eru rök fyrir því að slíkt viðgangist. Aðrar ofsóknir á hendur Falun Gong felast í því að fangelsa fólk, senda það í þrælkunarbúðir og pynta það. „Það er heil stofnun, sem kölluð er sex-tíu stofnunin, sem er fyrir utan lög og reglu. Mér finnst óhugnanlegast að fólk sé þarna pyntað svo vikum og mánuðum skiptir, að það sé fólk í vinnu við að finna upp aðferðir til að pína fólk sem mest.“ Forsætisráðherrann er umbótasinni„Þessi forsætisráðherra kemur hingað í öðrum stellingum en leiðtoginn sem kom fyrir tíu árum,“ segir Þórdís Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og iðkandi Falun Gong. Hún segir að samkvæmt frjálsum kínverskum fjölmiðlum sé Wen Jiabo umbótasinni og hafi talað fyrir auknu lýðræði og mannréttindum. „Heimildir Epoch Times, sem er stærsti frjálsi fjölmiðillinn á kínversku, herma að hann hafi sagst vilja hætta ofsóknum gegn Falun Gong. Það sé því að verða lykilhnútur í átökum á milli valdaklíka í Kommúnistaflokknum,“ segir hún. Blaðið hafi heimildir fyrir því að Wen hafi hvatt til þess að ofsóknum yrði hætt og að iðkendur og lýðræðissinnar, sem mótmæltu á Torgi hins himneska friðar árið 1989, verði ekki lengur skilgreindir sem glæpamenn eða ógn við ríkið. Átök á milli ólíkra hópa innan flokksins hafa komið upp á yfirborðið undanfarið, ekki síst eftir að Bo Xilai var sviptur embættum sínum innan flokksins í síðustu viku. Bo hafði verið leiðtogi í Chongqing og er sagður tilheyra þeim hluta flokksins sem fyrrverandi leiðtoginn Jiang Zemin er hluti af. Þessi hópur innan flokksins sé á móti því að ofsóknum verði hætt, því þá komi upp á yfirborðið ýmsir glæpir valdamanna. Wen Jiabo er í öðrum hópi, og segir Þórdís að þegar Bo var komið frá völdum hafi það verið ákveðinn sigur umbótasinna. Þórdís segir Falun Gong iðkendur í Kína gleðjast yfir þessu. „Fyrir þeim er afskaplega gleðilegt að eitthvað sé í gerjun, að háttsettir aðilar séu að fara á móti þessari stefnu.“ Höfðað til forsætisráðherrans að beita sérVon er á iðkendum Falun Gong hingað til lands vegna komu Wen Jiabo, en Þórdís segir ekki um mótmæli að ræða. „Þetta er hvatning til hans til þess að þeir sem bera ábyrgð á ofsóknum verði sóttir til saka. Hann verður studdur í því og það verður höfðað til hans að beita sér.“ Þórdís bendir á að núverandi stjórnarflokkar hafi verið gagnrýnir á það hvernig tekið var á málum Falun Gong-iðkenda árið 2002, og nú sé þeirra tækifæri til þess að bæta úr þessu. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur þegar beðið iðkendur afsökunar á því hvernig komið var fram við þá fyrir tíu árum síðan. „Falun Gong-iðkunin er sjálfsræktarkerfi og hefur ekki nokkur pólitísk markmið en er orðin að hverfisteini átaka innan valdaklíkunnar. Það hefur ekki tekist að útrýma þessum friðsama hópi fólks eins og til stóð og iðkendurnir hafa með sínu viðmóti og viðbrögðum við ofsóknunum sýnt grunngildin í verki. Það er ekki til eitt skráð tilfelli þar sem Falun Gong-iðkendur hafa beitt ofbeldi. Því má segja að vatnið sé að hola steininn, eða mýktin að sigra hörkuna.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira