Fimmtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong sem yfirvöld höfðu afskipti af árið 2002 í tengslum við heimsókn Jiang Zemin, þáverandi forseta Kína.
Meðlimum Falun Gong var gert erfitt að tjá mótmæli og sumir voru vistaðir gegn vilja sínum í Njarðvíkurskóla á meðan heimsókninni stóð.
Tillagan var áður lögð fram í tvígang árið 2012, en var ekki tekin til umræðu.

