Falun Gong liðar vilja bætur frá ríkinu 2. janúar 2006 12:15 Frá aðgerðum Falung Gong fyrir rúmum þremur árum. Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. Viðræðunefnd Falun Gong við Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem úrskurði umboðsmanns Alþingis frá því í síðasta mánuði er fagnað. Þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að íslenskum stjórnvöldum hefði ekki verið heimilt að biðja Flugleiðir um að banna þekktum Falun Gong iðkendum að fljúga til Íslands í júní 2002, en þeir hugðust vekja athygli á stöðu mannréttindamála í Kína þegar Jiang Zemin, forseti landsins, heimsótti Ísland. Í yfirlýsingu viðræðunefndarinnar eru aðgerðir íslenskra stjórnvalda harmaðar og vonast til þess að íslensk stjórnvöld greiði þeim Falun Gong liðum sem bannað var að koma hingað til lands bætur vegna málsins. Þá er farið fram á að listi íslenskra stjórnvalda yfir þá Falun Gong liða sem meinað var að ganga um borð í vélar Flugleiða verði afhentur til þess að hægt sé að eyða honum. Það sé rof á friðhelgi einkalífsins og á árás á orðspor fólksins að hafa það á slíkum listum. Peder Giertsen, talsmaður viðræðunefndarinnar, sagði í samtali við NFS í morgun að hann teldi ólíklegt að farið yrði í mál við íslensku ríkisstjórnina ef ekki yrði orðið við kröfum um bætur. Hann sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði á næstunni skrifað bréf vegna málsins og að farið yrði fram á að stjórnvöld greiddu þeim sem ekki fengu að koma til landsins útlagðan kostnað, svo sem flugfargjöld og fyrirframgreidda hótelgistingu. Aðspuður sagðist hann bjartsýnn á að íslensk stjórnvöld yrðu við kröfum Falun Gong en höfðað væri til samvisku þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Þeir Falun Gong liðar sem meinað var að koma til landsins þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom í heimsókn fyrir um þremur árum krefja íslenska ríkið um bætur vegna málsins og vilja fá þann lista yfir Falun Gong iðkendur sem íslensk stjórnvöld höfðu til grundvallar. Viðræðunefnd Falun Gong við Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem úrskurði umboðsmanns Alþingis frá því í síðasta mánuði er fagnað. Þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að íslenskum stjórnvöldum hefði ekki verið heimilt að biðja Flugleiðir um að banna þekktum Falun Gong iðkendum að fljúga til Íslands í júní 2002, en þeir hugðust vekja athygli á stöðu mannréttindamála í Kína þegar Jiang Zemin, forseti landsins, heimsótti Ísland. Í yfirlýsingu viðræðunefndarinnar eru aðgerðir íslenskra stjórnvalda harmaðar og vonast til þess að íslensk stjórnvöld greiði þeim Falun Gong liðum sem bannað var að koma hingað til lands bætur vegna málsins. Þá er farið fram á að listi íslenskra stjórnvalda yfir þá Falun Gong liða sem meinað var að ganga um borð í vélar Flugleiða verði afhentur til þess að hægt sé að eyða honum. Það sé rof á friðhelgi einkalífsins og á árás á orðspor fólksins að hafa það á slíkum listum. Peder Giertsen, talsmaður viðræðunefndarinnar, sagði í samtali við NFS í morgun að hann teldi ólíklegt að farið yrði í mál við íslensku ríkisstjórnina ef ekki yrði orðið við kröfum um bætur. Hann sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði á næstunni skrifað bréf vegna málsins og að farið yrði fram á að stjórnvöld greiddu þeim sem ekki fengu að koma til landsins útlagðan kostnað, svo sem flugfargjöld og fyrirframgreidda hótelgistingu. Aðspuður sagðist hann bjartsýnn á að íslensk stjórnvöld yrðu við kröfum Falun Gong en höfðað væri til samvisku þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira