Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd 17. mars 2005 00:01 Á fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn var skýrsla Íslands rædd. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti sem beinast að hryðjuverkaógninni og sögðu að skilgreiningin á hryðjuverkum væri of óljós og gæti ógnað mannréttindum hér á landi. Hætta væri á að mótmæli, sem væru eðlileg í lýðræðislegu þjóðfélagi, væru skilgreind sem hryðjuverkaógn. Því er mælt með því að hryðjuverk verði frekar skilgreind í lögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir skilgreininguna vera álitamál sem rædd sé af löggjafar- og framkvæmdarvaldi alls staðar í heiminum. Hann er nú staddur í Varsjá, þar sem hann situr fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópuráðsríkja, þar sem skilgreining á hryðjuverkum hefur meðal annars verið rædd. "Á vegum Evrópuráðsins er nú verið að leggja lokahönd á nýjan samning um varnir gegn hryðjuverkum, þar sem kjarnaatriði er einmitt að skilgreina mörkin á milli málfrelsis, fundafrelsis og trúfrelsis annars vegar og ólögmætra athafna hins vegar. Ég er viss um að samþykkt þessa samnings mun hafa mótandi áhrif á íslenska löggjöf eins og löggjöf annarra ríkja og ég skil athugasemdir mannréttindanefndarinnar sem hvatningu til okkar til að taka mið af þessari þróun," sagði Björn í tölvupósti til blaðsins. Eitt þeirra mála sem nefndin hafði sérstakar áhyggjur af var hversu fáir dómar falla vegna nauðgana með hliðsjón af fjölda kæra. Einn sérfræðinga nefndarinnar lagði það til að dómarar og lögreglumenn fái sérstaka þjálfun vegna nauðgunarmála, auk þess sem sálfræðingar verði betur nýttir til að komast að sannleikanum í nauðgunarkærum. Að sögn Björns er verið að endurskoða lög um meðferð opinberra mála, starfi sem á að vera lokið í haust, en þar er komið inn á endurskoðun réttarfarsreglna. Þær snúa meðal annars að nauðgunarmálum. Athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna - Mögulegir hagsmunaárekstrar fyrst Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki fjármagn frá löggjafarvaldinu heldur framkvæmdarvaldinu. - Óljós skilgreining á hryðjuverkum gæti leitt til mannréttindabrota - Hvort nóg sé gert til að sjá til þess að nálgunarbönnum sé sinnt í heimilisafbrotamálum - Hvort megi taka til greina fyrir rétti játningar sem nást fram með pyndingum - Hvort Falun Gong málið hafi verið brot gegn trúfrelsi Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Á fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn var skýrsla Íslands rædd. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti sem beinast að hryðjuverkaógninni og sögðu að skilgreiningin á hryðjuverkum væri of óljós og gæti ógnað mannréttindum hér á landi. Hætta væri á að mótmæli, sem væru eðlileg í lýðræðislegu þjóðfélagi, væru skilgreind sem hryðjuverkaógn. Því er mælt með því að hryðjuverk verði frekar skilgreind í lögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir skilgreininguna vera álitamál sem rædd sé af löggjafar- og framkvæmdarvaldi alls staðar í heiminum. Hann er nú staddur í Varsjá, þar sem hann situr fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópuráðsríkja, þar sem skilgreining á hryðjuverkum hefur meðal annars verið rædd. "Á vegum Evrópuráðsins er nú verið að leggja lokahönd á nýjan samning um varnir gegn hryðjuverkum, þar sem kjarnaatriði er einmitt að skilgreina mörkin á milli málfrelsis, fundafrelsis og trúfrelsis annars vegar og ólögmætra athafna hins vegar. Ég er viss um að samþykkt þessa samnings mun hafa mótandi áhrif á íslenska löggjöf eins og löggjöf annarra ríkja og ég skil athugasemdir mannréttindanefndarinnar sem hvatningu til okkar til að taka mið af þessari þróun," sagði Björn í tölvupósti til blaðsins. Eitt þeirra mála sem nefndin hafði sérstakar áhyggjur af var hversu fáir dómar falla vegna nauðgana með hliðsjón af fjölda kæra. Einn sérfræðinga nefndarinnar lagði það til að dómarar og lögreglumenn fái sérstaka þjálfun vegna nauðgunarmála, auk þess sem sálfræðingar verði betur nýttir til að komast að sannleikanum í nauðgunarkærum. Að sögn Björns er verið að endurskoða lög um meðferð opinberra mála, starfi sem á að vera lokið í haust, en þar er komið inn á endurskoðun réttarfarsreglna. Þær snúa meðal annars að nauðgunarmálum. Athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna - Mögulegir hagsmunaárekstrar fyrst Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki fjármagn frá löggjafarvaldinu heldur framkvæmdarvaldinu. - Óljós skilgreining á hryðjuverkum gæti leitt til mannréttindabrota - Hvort nóg sé gert til að sjá til þess að nálgunarbönnum sé sinnt í heimilisafbrotamálum - Hvort megi taka til greina fyrir rétti játningar sem nást fram með pyndingum - Hvort Falun Gong málið hafi verið brot gegn trúfrelsi
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira