„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Gylfi er ósáttur með ummæli Gunnars Braga. „Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands um ummæliGunnars Braga Sveinssonar um skýrslu um Evrópumál, unna af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Skýrslan fjármögnuð af ASÍ, Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.Í samtali við Bylgjuna og Vísi sagði Gunnar Bragi að lítið mark bæri taka á skýrslunni sem unnin er fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í gær. „Þessi ummæli lýsa engu nema kannski viðhorfi utanríkisráðherra, að það sé hægt að panta skýrslu frá háskólasamfélaginu.“ segir Gylfi. Gylfi segir fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar séu pantaðar. „Það eru ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er það einkennilegt að stilla þessum þremur félögum – ASÍ, SA og Viðskiptaráði sem Evrópusinnum. „Þó svo að einhverjir innan þessara samtaka vilji skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í þaula þýðir það ekki að niðurstöður skýrslunnar verði litaðar af þeirri afstöðu. Þessi ummæli Gunnars Braga tengjast einfaldlega einhverri pólitískri orðræðu sem við viljum forðast. Við viljum gefa fræðasamfélaginu frelsi til þess að svara mikilvægum spurningum og komast til botns í álitamálum,“ segir Gylfi.Kjartan Atli Kjartansson Tengdar fréttir Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands um ummæliGunnars Braga Sveinssonar um skýrslu um Evrópumál, unna af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Skýrslan fjármögnuð af ASÍ, Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.Í samtali við Bylgjuna og Vísi sagði Gunnar Bragi að lítið mark bæri taka á skýrslunni sem unnin er fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í gær. „Þessi ummæli lýsa engu nema kannski viðhorfi utanríkisráðherra, að það sé hægt að panta skýrslu frá háskólasamfélaginu.“ segir Gylfi. Gylfi segir fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar séu pantaðar. „Það eru ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er það einkennilegt að stilla þessum þremur félögum – ASÍ, SA og Viðskiptaráði sem Evrópusinnum. „Þó svo að einhverjir innan þessara samtaka vilji skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í þaula þýðir það ekki að niðurstöður skýrslunnar verði litaðar af þeirri afstöðu. Þessi ummæli Gunnars Braga tengjast einfaldlega einhverri pólitískri orðræðu sem við viljum forðast. Við viljum gefa fræðasamfélaginu frelsi til þess að svara mikilvægum spurningum og komast til botns í álitamálum,“ segir Gylfi.Kjartan Atli Kjartansson
Tengdar fréttir Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37
Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56
Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31