Innlent

Dansað fyrir réttlæti

Baldvin Þormóðsson skrifar
Milljarður Rís í Hörpu 2013.
Milljarður Rís í Hörpu 2013. Kári Björn Þorleifsson
Þann 14. febrúar ætla mannréttindasamtökin UN Women í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Lunchbeat að dansa fyrir réttlæti í Hörpu. Þetta er hluti af alþjóðlegu átaki sem nefnist Milljarður rís“.

Sama dag í fyrra komu saman milljarður manna í 207 löndum og og dönsuðu í tilefni viðburðarins. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja og 2100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál.

DJ Margeir sér um tónlistina og UN Women hvetja alla til þess að taka þátt og láta að sér kveða. Samtökin skora jafnframt á fyrirtæki, stofnanir og skóla til að hvetja starfsfólk sitt að mæta í Hörpu og sýna samstöðu.

„Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Í ár ætlum við að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama“ segir í fréttatilkynningu frá UN Women.

Hægt verður að leggja frítt í Hörpu á meðan viðburðurinn stendur yfir og fólk er hvatt til þess að mæta snemma en dansinn hefst stundvíslega klukkan 12:00. Einnig er boðið upp á að taka þátt í herferðinni á samfélagsmiðlum með því að setja inn myndir/myndbönd með leitarorðinu/hastag #milljardurris14

Áhrifamikla myndbandið hér fyrir neðan gerði Suður-afríski leikstjórinn Tony Stroebel með því að klippa saman upptökubrot af dans-átakinu hvaðanæva úr heiminum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.