Lífið

Uppskrift að sykurlausum bollakökum

Ellý Ármanns skrifar
mynd/Vilhelm Gunnarsson
Freyja Maria Cabrera 22 ára bloggari á vefsíðunni Heilshugar.com deilir með okkur möndlumjöls bollakökuuppskrift sem er kjörin fyrir helgina eða prinsessuafmæli.Uppskriftin gefur 12 bollakökur:

3 dl möndlumjöl

1 1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

125 gr mjúkt smjör

10 dropar stevia (ég notaði súkkulaði en vel hægt að nota annað)

1/2 dl sukrin gold

1 tsk vanilludropar

3 egg

75 ml mjólk

Hitið ofninn í 175°C. Þeytið smjörið með sætuefnunum þar til ljóst og létt. Bætið svo eggjunum út í einu í einu og þeytið vel á milli. Næst skal bæta vanilludropum saman við. Sigtið í aðra skál möndlumjölið saman við lyftiduftið og saltið ef þið viljið að kökurnar fái mýkri áferð. Blandið möndlumjölinu og mjólkinni saman við smjörblönduna í 2 hlutum (mjólk, möndlumjöl, mjólk, möndlumjöl). Setjið deigið í formin og bakið í 18-21 mínútu. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á. Ég nota „cupcakes-form“ í sílíkonform til að kökurnar haldi fallegri lögun.

Krem:

100 g smjör

200 g rjómaostur

100 g sukrin melis

3 dropar stevia

1/2 vanillustöng (skorin langsum og fræin skafin úr)

Þeytið smjörið þar til ljóst, bætið rjómaostinum við og þeytið vel. Bætið sukrin melis, steviu og vanillufræjunum við.

Ég litaði kremið með gel-matarlit. Setjið kremið í sprautupoka og notið stjörnustút á pokann. Sprautið kreminu á kökurnar.

Skreytið með sykurmassablómum eða öðru skemmtilegu kökuskrauti).

Heilshugar.com
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.