Innlent

Pönk og fönk komust áfram

Bjarki Ármannsson skrifar
Hljómsveitin Pollapönk vakti mikla lukku í gær.
Hljómsveitin Pollapönk vakti mikla lukku í gær.
Í gær voru lögin Enga fordóma með Pollapönki og Þangað til ég dey með F.U.N.K. kosin áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar. Einnig komust áfram tvö lög fyrir tilstilli sérstakrar dómnefndar, lögin Lífið kviknar á ný í flutningi Siggu Eyrúnar og Amor í flutningi Ásdísar Maríu Viðarsdóttur.

Úrslitakvöld keppninnar fer fram laugardaginn 15. febrúar og verður þar ákveðið hvert framlag Íslands til Eurovision-söngkeppninnar í ár verður. Auk þessara laga verða lögin Eftir eitt lag í flutningi Gretu Mjallar Samúelsdóttur og Von í flutningi Gissurar Páls Gissurarsonar í vali, en þau komust áfram eftir fyrra úrslitakvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×