Bíó og sjónvarp

Ísland í bakgrunni í nýju sýnishorni úr Noah

Ísland í bakgrunni
Ísland í bakgrunni
Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Noah, í leikstjórn Darrens Aronofsky, var frumsýnt í gær, en það er gefið út í tilefni af Superbowl í Bandaríkjunum.

Eins og í fyrri sýnishornum, er fer mikið fyrir íslenskri náttúru í þessari stiklu.

Stór hluti af kvikmyndinni var tekinn hér á landi sumarið 2012, en í burðarhlutverkum eru Russel Crowe, Jennifer Connelly, Emma Watson og Anthony Hopkins. Auk þeirra léku Íslendingarnir Jóhannes Haukur Jóhannesson, Arnar Dan Kristjánsson, Bjarni Kristjánsson og Tómas Þórhallur Guðmundsson lítil hlutverk í myndinni.

Noah verður frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs þann 28. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×