„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. janúar 2014 20:45 Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá á sínum tíma. Gögnum er lekið með samþykki móður stúlkunnar. Alþingismaður hefur áhyggjur af þróun mála. Gögnin eru mjög ítarleg og eru vel á annað hundrað blaðsíður. Þar eru meðal annars skýrslur af viðtölum sem tekin voru í Barnahúsi af stúlkunni og vinkonum hennar. Móðirin segir í samtali við Vísi í dag að hún og dóttir hennar hafi allsstaðar komið að lokuðum dyrum og væru við það að gefast upp. Málið var rannsakað á sínum tíma og fór meðal annars inn á borð ríkislögreglustjóra, innanríkisráðherra og þá tók Umboðsmaður Alþingis málið fyrir.Barnaníðingar mynd- og nafngreindir Færst hefur í aukana á síðustu árum að dæmdir barnaníðingar séu mynd- og nafngreindir á netsíðum. Í þessu tilfelli eru hins vegar gögn birt í rannsóknargögn í máli sem var vísað frá. Brynjar Níelsson, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir þessa þróun hættulega. „Við höfum leikreglur. Lögreglan rannsakar og dómstólar dæma. Við getum auðvitað verið ósátt við þá niðurstöðu og gagnrýnt hana. Það er ekkert við það að athuga. Þegar fólk ætlar hins vegar í reiði sinni að fara sjálf að brjóta lög og reglur - það endar með ósköpum,“ segir Brynjar.Refsivert athæfi Þeir sem standa að vefsíðunni gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að birta gögnin sem að hluta eru trúnaðargögn. Aðstandendur síðunnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðurlög fyrir að birta trúnaðargögn getur verið margra ára fangelsi. „Hefðbundið réttarríki eins og við þekkjum - það er verið að vega að því,“ segir Brynjar. „Þetta veldur á endanum upplausn og glundroða. Það sem menn hafa unnið árum og öldum saman er að koma hér á alvöru réttarríki. Það getur farið út um gluggan og er kannski á góðri leið með að gera það.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá á sínum tíma. Gögnum er lekið með samþykki móður stúlkunnar. Alþingismaður hefur áhyggjur af þróun mála. Gögnin eru mjög ítarleg og eru vel á annað hundrað blaðsíður. Þar eru meðal annars skýrslur af viðtölum sem tekin voru í Barnahúsi af stúlkunni og vinkonum hennar. Móðirin segir í samtali við Vísi í dag að hún og dóttir hennar hafi allsstaðar komið að lokuðum dyrum og væru við það að gefast upp. Málið var rannsakað á sínum tíma og fór meðal annars inn á borð ríkislögreglustjóra, innanríkisráðherra og þá tók Umboðsmaður Alþingis málið fyrir.Barnaníðingar mynd- og nafngreindir Færst hefur í aukana á síðustu árum að dæmdir barnaníðingar séu mynd- og nafngreindir á netsíðum. Í þessu tilfelli eru hins vegar gögn birt í rannsóknargögn í máli sem var vísað frá. Brynjar Níelsson, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir þessa þróun hættulega. „Við höfum leikreglur. Lögreglan rannsakar og dómstólar dæma. Við getum auðvitað verið ósátt við þá niðurstöðu og gagnrýnt hana. Það er ekkert við það að athuga. Þegar fólk ætlar hins vegar í reiði sinni að fara sjálf að brjóta lög og reglur - það endar með ósköpum,“ segir Brynjar.Refsivert athæfi Þeir sem standa að vefsíðunni gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að birta gögnin sem að hluta eru trúnaðargögn. Aðstandendur síðunnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðurlög fyrir að birta trúnaðargögn getur verið margra ára fangelsi. „Hefðbundið réttarríki eins og við þekkjum - það er verið að vega að því,“ segir Brynjar. „Þetta veldur á endanum upplausn og glundroða. Það sem menn hafa unnið árum og öldum saman er að koma hér á alvöru réttarríki. Það getur farið út um gluggan og er kannski á góðri leið með að gera það.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira