„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. janúar 2014 20:45 Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá á sínum tíma. Gögnum er lekið með samþykki móður stúlkunnar. Alþingismaður hefur áhyggjur af þróun mála. Gögnin eru mjög ítarleg og eru vel á annað hundrað blaðsíður. Þar eru meðal annars skýrslur af viðtölum sem tekin voru í Barnahúsi af stúlkunni og vinkonum hennar. Móðirin segir í samtali við Vísi í dag að hún og dóttir hennar hafi allsstaðar komið að lokuðum dyrum og væru við það að gefast upp. Málið var rannsakað á sínum tíma og fór meðal annars inn á borð ríkislögreglustjóra, innanríkisráðherra og þá tók Umboðsmaður Alþingis málið fyrir.Barnaníðingar mynd- og nafngreindir Færst hefur í aukana á síðustu árum að dæmdir barnaníðingar séu mynd- og nafngreindir á netsíðum. Í þessu tilfelli eru hins vegar gögn birt í rannsóknargögn í máli sem var vísað frá. Brynjar Níelsson, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir þessa þróun hættulega. „Við höfum leikreglur. Lögreglan rannsakar og dómstólar dæma. Við getum auðvitað verið ósátt við þá niðurstöðu og gagnrýnt hana. Það er ekkert við það að athuga. Þegar fólk ætlar hins vegar í reiði sinni að fara sjálf að brjóta lög og reglur - það endar með ósköpum,“ segir Brynjar.Refsivert athæfi Þeir sem standa að vefsíðunni gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að birta gögnin sem að hluta eru trúnaðargögn. Aðstandendur síðunnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðurlög fyrir að birta trúnaðargögn getur verið margra ára fangelsi. „Hefðbundið réttarríki eins og við þekkjum - það er verið að vega að því,“ segir Brynjar. „Þetta veldur á endanum upplausn og glundroða. Það sem menn hafa unnið árum og öldum saman er að koma hér á alvöru réttarríki. Það getur farið út um gluggan og er kannski á góðri leið með að gera það.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá á sínum tíma. Gögnum er lekið með samþykki móður stúlkunnar. Alþingismaður hefur áhyggjur af þróun mála. Gögnin eru mjög ítarleg og eru vel á annað hundrað blaðsíður. Þar eru meðal annars skýrslur af viðtölum sem tekin voru í Barnahúsi af stúlkunni og vinkonum hennar. Móðirin segir í samtali við Vísi í dag að hún og dóttir hennar hafi allsstaðar komið að lokuðum dyrum og væru við það að gefast upp. Málið var rannsakað á sínum tíma og fór meðal annars inn á borð ríkislögreglustjóra, innanríkisráðherra og þá tók Umboðsmaður Alþingis málið fyrir.Barnaníðingar mynd- og nafngreindir Færst hefur í aukana á síðustu árum að dæmdir barnaníðingar séu mynd- og nafngreindir á netsíðum. Í þessu tilfelli eru hins vegar gögn birt í rannsóknargögn í máli sem var vísað frá. Brynjar Níelsson, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir þessa þróun hættulega. „Við höfum leikreglur. Lögreglan rannsakar og dómstólar dæma. Við getum auðvitað verið ósátt við þá niðurstöðu og gagnrýnt hana. Það er ekkert við það að athuga. Þegar fólk ætlar hins vegar í reiði sinni að fara sjálf að brjóta lög og reglur - það endar með ósköpum,“ segir Brynjar.Refsivert athæfi Þeir sem standa að vefsíðunni gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að birta gögnin sem að hluta eru trúnaðargögn. Aðstandendur síðunnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðurlög fyrir að birta trúnaðargögn getur verið margra ára fangelsi. „Hefðbundið réttarríki eins og við þekkjum - það er verið að vega að því,“ segir Brynjar. „Þetta veldur á endanum upplausn og glundroða. Það sem menn hafa unnið árum og öldum saman er að koma hér á alvöru réttarríki. Það getur farið út um gluggan og er kannski á góðri leið með að gera það.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira