Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2014 12:57 Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. Vísir/vilhelm/daníel Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira