Smábátasjómenn í kröggum Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. janúar 2014 13:30 Smábátaeigendur áttu fund með sjávarútvegsráðherra í vikunni þar sem rætt var vanda útgerða krókaaflamarksbáta vegna mikillar ýsugengdar á grunnslóðinni allt í kringum landið. Smábátaeigendur vilja aukinn ýsukvóta þar sem að kvótinn er nánast uppurinn þegar átta mánuðir eru eftir á fiskveiðiárinu. Smábátaeigendur víða um land eru í miklum vandræðum vegna mikillar ýsugendar á grunnslóðinni. Á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins sem hófst í september var búið að veiða um 45% heildarkvótans af ýsu. Smábátasjómenn reyna nú hvað þeir geta að sneiða hjá ýsu við þorskveiðar en með veikum mætti. Þorvaldur Garðarsson, varaformaður Landsambands smábátaeigenda, segir miklu meira af ýsu við Íslandsstrendur en Hafrannsóknarsstofnun hefur gefið til kynna. „Ég held að það sé miklu meiri ýsa á grunnslóðinni en Hafró hefur mælt. Þeir mæla þetta fyrst og fremst í togararallinu þar sem er verið að toga á miklu meira dýpi heldur en við erum að veiða á og þar er kannski minna um ýsu. Þetta gefur svolítið skakka mynd af þeirra mælingum,“ segir Þorvaldur. Smábátaeigendur vilja að ýsukvótinn verði aukinn um fimm þúsund tonn. Fundurinn með sjávarútvegsráðherra gaf smábátaeigendum ekki mikla ástæðu til bjartsýni og fátt sem bendir til þess að kvótinn verði aukinn. „Ráðherra tók ekki undir þau sjónarmið að það væri hægt að auka kvótann. Það er slæmt því þetta stemmir ákaflega illa við þessar ráðleggingar frá Hafró, þessi mikla ýsugengd,“ segir Þorvaldur. Eru margir búnir með ýsukvótann? „Já, eiginlega allir sem eru á þessum veiðum. Menn hanga á síðustu tonnunum og mjög margir löngu búnir með kvótann. Einhverjir hafa leigt kvóta á mun hærra verði en þeir geta selt ýsuna á.“ Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Smábátaeigendur áttu fund með sjávarútvegsráðherra í vikunni þar sem rætt var vanda útgerða krókaaflamarksbáta vegna mikillar ýsugengdar á grunnslóðinni allt í kringum landið. Smábátaeigendur vilja aukinn ýsukvóta þar sem að kvótinn er nánast uppurinn þegar átta mánuðir eru eftir á fiskveiðiárinu. Smábátaeigendur víða um land eru í miklum vandræðum vegna mikillar ýsugendar á grunnslóðinni. Á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins sem hófst í september var búið að veiða um 45% heildarkvótans af ýsu. Smábátasjómenn reyna nú hvað þeir geta að sneiða hjá ýsu við þorskveiðar en með veikum mætti. Þorvaldur Garðarsson, varaformaður Landsambands smábátaeigenda, segir miklu meira af ýsu við Íslandsstrendur en Hafrannsóknarsstofnun hefur gefið til kynna. „Ég held að það sé miklu meiri ýsa á grunnslóðinni en Hafró hefur mælt. Þeir mæla þetta fyrst og fremst í togararallinu þar sem er verið að toga á miklu meira dýpi heldur en við erum að veiða á og þar er kannski minna um ýsu. Þetta gefur svolítið skakka mynd af þeirra mælingum,“ segir Þorvaldur. Smábátaeigendur vilja að ýsukvótinn verði aukinn um fimm þúsund tonn. Fundurinn með sjávarútvegsráðherra gaf smábátaeigendum ekki mikla ástæðu til bjartsýni og fátt sem bendir til þess að kvótinn verði aukinn. „Ráðherra tók ekki undir þau sjónarmið að það væri hægt að auka kvótann. Það er slæmt því þetta stemmir ákaflega illa við þessar ráðleggingar frá Hafró, þessi mikla ýsugengd,“ segir Þorvaldur. Eru margir búnir með ýsukvótann? „Já, eiginlega allir sem eru á þessum veiðum. Menn hanga á síðustu tonnunum og mjög margir löngu búnir með kvótann. Einhverjir hafa leigt kvóta á mun hærra verði en þeir geta selt ýsuna á.“
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira