Meiðyrðamál Jóns Steinars gegn Þorvaldi Gylfasyni í héraðsdómi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2014 13:50 Jón Steinar og Þorvaldur. Teljast seint perluvinir, ekkert grín þeirra á milli, fremur köpuryrði, sem nú fara nú fyrir rétt. visir/gva (samsett mynd) Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tilkynnti það í grein sem hann birti 30. maí árið 2012 í Morgunblaðinu að hann ætlaði að sækja Þorvald Gylfason háskólaprófessor til saka fyrir ummæli sem finna má í grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi. Málið snýst í grunninn um ákvörðun Hæstaréttar snemma árs 2011 í kærumáli þar sem framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 2010 var skotið til réttarins og var kosningin ógilt á þeim forsendum að á framkvæmd hennar höfðu verið annmarkar. Ummæli Þorvaldar, sem Jón Steinar reisir kæru sína á, eru eftirfarandi, í lauslegri þýðingu Jóns Steinars sjálfs: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“ Aðalmeðferð málsins er á morgun. Lögmaður Jóns Steinars er Reimar Pétursson og hann sagðist í samtali við Vísi hafa þá reglu að tjá sig ekki mikið um þau mál sem hann er með. „Ég vísa til þess að um þetta verður fjallað fyrir dómnum.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er í vörninni fyrir Þorvald. Jón Steinar segir ljóst af tilvitnuðum textanum að þessu skeyti prófessorsins sé beint að sér. „Í því felst aðdróttun um að ég hafi gróflega misfarið með vald mitt sem dómari við Hæstarétt Íslands með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Framferðið sem dylgjað er um að ég hafi viðhaft er áreiðanlega refsivert og hlyti ef satt reyndist að varða embættismissi,“ segir meðal annars í áðurnefndri grein Jóns Steinars, en þar er hann gallharður og getur vart leynt andúð sinni á Þorvaldi -- það fer vart á milli mála við lestur greinar hans: Jón Steinar segir álitamál hvort ástæða sé til að eltast við þá lágkúru sem þessi skrif eru en ekki verði fram hjá því litið að um penna haldi prófessor við Háskóla Íslands, sem „hlýtur að teljast vísindamaður, því aðrir fá varla slík embætti eða ættu að minnsta kosti ekki að fá þau. Sjálfur gerir hann kröfu um að vera tekinn alvarlega í umræðum um þjóðfélagsmál, mætir í umræðuþætti og skrifar blaðagreinar. Er meira að segja svo að sjá að ýmsir taki orðræður hans alvarlega. Kannski treystir hann á að ég geti ekki stöðu minnar vegna borið hönd fyrir höfuð mér? Sé það rétt verð ég að valda honum vonbrigðum. Maður sem starfar sem dómari við Hæstarétt hefur ekki afsalað sér rétti til að bregðast við köpuryrðum og meiðingum sem beint er að persónu hans. Skárra væri það nú.“ Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, tilkynnti það í grein sem hann birti 30. maí árið 2012 í Morgunblaðinu að hann ætlaði að sækja Þorvald Gylfason háskólaprófessor til saka fyrir ummæli sem finna má í grein sem Þorvaldur skrifaði í ritröð háskólans í Munchen í Þýskalandi. Málið snýst í grunninn um ákvörðun Hæstaréttar snemma árs 2011 í kærumáli þar sem framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 2010 var skotið til réttarins og var kosningin ógilt á þeim forsendum að á framkvæmd hennar höfðu verið annmarkar. Ummæli Þorvaldar, sem Jón Steinar reisir kæru sína á, eru eftirfarandi, í lauslegri þýðingu Jóns Steinars sjálfs: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“ Aðalmeðferð málsins er á morgun. Lögmaður Jóns Steinars er Reimar Pétursson og hann sagðist í samtali við Vísi hafa þá reglu að tjá sig ekki mikið um þau mál sem hann er með. „Ég vísa til þess að um þetta verður fjallað fyrir dómnum.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er í vörninni fyrir Þorvald. Jón Steinar segir ljóst af tilvitnuðum textanum að þessu skeyti prófessorsins sé beint að sér. „Í því felst aðdróttun um að ég hafi gróflega misfarið með vald mitt sem dómari við Hæstarétt Íslands með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Framferðið sem dylgjað er um að ég hafi viðhaft er áreiðanlega refsivert og hlyti ef satt reyndist að varða embættismissi,“ segir meðal annars í áðurnefndri grein Jóns Steinars, en þar er hann gallharður og getur vart leynt andúð sinni á Þorvaldi -- það fer vart á milli mála við lestur greinar hans: Jón Steinar segir álitamál hvort ástæða sé til að eltast við þá lágkúru sem þessi skrif eru en ekki verði fram hjá því litið að um penna haldi prófessor við Háskóla Íslands, sem „hlýtur að teljast vísindamaður, því aðrir fá varla slík embætti eða ættu að minnsta kosti ekki að fá þau. Sjálfur gerir hann kröfu um að vera tekinn alvarlega í umræðum um þjóðfélagsmál, mætir í umræðuþætti og skrifar blaðagreinar. Er meira að segja svo að sjá að ýmsir taki orðræður hans alvarlega. Kannski treystir hann á að ég geti ekki stöðu minnar vegna borið hönd fyrir höfuð mér? Sé það rétt verð ég að valda honum vonbrigðum. Maður sem starfar sem dómari við Hæstarétt hefur ekki afsalað sér rétti til að bregðast við köpuryrðum og meiðingum sem beint er að persónu hans. Skárra væri það nú.“
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira