Lífið

Björn Hlynur landar stóru hlutverki í Fortitude

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Björn Hlynur Haraldsson.
Björn Hlynur Haraldsson. Vísir/Stefán
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson kemur til með að leika burðarhlutverk sem lögreglumaður í sjónvarpsþáttunum Fortitude, en samkvæmt heimildum Vísis hefjast tökur á fyrstu seríu þáttanna á mánudaginn.

Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.

Hlynur fékk hlutverkið í gegnum umboðsmann sinn í Bretlandi, Angharad Wood.

Ásamt Birni Hlyni mun leikkonan SofieGråbøl fara með hlutverk í þáttunum, en hún er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sarah Lund í dönsku þáttunum Forbrydelsen. Þau koma til með að leika hjón í þáttunum.

Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðallega fram á Reyðarfirði, en einnig í London.




Tökurnar eru mjög umsvifamiklar því allar útisenur í þáttunum verða teknar á Íslandi. Af þeim sökum mun tökulið þáttanna dvelja hér á landi í marga mánuði, en þjónustuaðili þeirra á Íslandi er framleiðslufyrirtækið Pegasus.

Ef þessi fyrsta sería gengur vel er von um fleiri seríur á komandi árum sem gætu þá hugsanlega líka verið teknar upp á Íslandi.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×