Landeigendur við Geysi halda fast í áform um gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 12:57 Landeigendur við Geysi segja álit umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að gjaldheimta Landeigendafélagsins við Geysi yrði ólögleg ekki breyta neinu um þeirra afstöðu. vísir/vilhelm Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira